Kirkjuritið - 01.04.1952, Side 35
SPÁMENN GAMLA TESTAMENTISINS
99
hin sömu. Spámaður talar aldrei á eigin ábyrgð, heldur
í umboði annars. Hæfileiki hans er sá, að hann tekur á
móti hugsunum, sýnum eða orðum að gjöf, gjöf að ofan
af náð. Og þá gjöf, sem honum þannig var gefin, á hann
að gefa öðrum. „Hann er einn fátækur hlaupari, sem ber
bréf mikils húsbónda", eins og heilög Birgitta kemst að
orði.
Sú tilgáta hefir komið fram, að spámannahreyfingin
eigi upptök sín í Litlu-Asíu. Hún hafi síðan breiðzt út
Þaðan og aðallega í tveim meginstraumum. Hafi annar
borizt niður og yfir Þrakiu og Balkanskagann, hinn yfir
Sýrland og Palestínu. — Hefir í þvi sambandi verið bent
a véfréttirnar grísku. Platon segir á einum stað, að þar
verði vart þeirrar „maníu“, sem sé gjöf guðanna og upp-
sPretta mikillar blessunar. Hann telur spásagnakonuna í
^elfi hafa unnið þjóð sinni mest gagn, er hún var í ástandi
þessu. — Ritaðar heimildir geta um spámannastarf á Sýr-
landi á 11. öld f. Kr. Egypzkur prins Wen-Amon að nafni
getur þess í ferðasögu sinni. Hann fór í erindum Faraós
til Byblos á Norður-Sýrlandi. Var erindi hans illa tekið,
har til spámannssveinn einn gekk fram og kvað það vilja
Suðanna, að svo væri gert sem Faraó óskaði. Lýsir Wen-
Amon því, hversu sveinninn talaði af guðmóði, er hann
varð frá sér numinn. —
Af þessu vilja menn ráða það, að fsraelsmenn muni
hafa kynnzt spámannahreyfingunni fyrst eftir komuna
til Kanaanslands. Spámenn muni ekki hafa þekkzt í ísrael
fyrir þann tíma. Enginn dómur skal lagður á þá tilgátu.
Kitt skal tekið fram, að þekking vor er í molum, og það,
Sem saSt verður um upphaf og elztu sögu spámannahreyf-
jogar í fsrael, eru getgátur byggðar á meiri eða minni
ikum. — Menn vita ekki einu sinni hvaðan heiti það er
runnið, sem ísraelsmenn völdu spámönnum sínum. Spá-
roaðurinn var í fsrael nefndur „nabi“. Orðið er líklega
e ki af hebreskum uppruna. Sumir ætla heitið komið frá