Kirkjuritið - 01.04.1952, Síða 37
SPÁMENN GAMLA TESTAMENTISINS 101
wisj er persneskt og þýðir fátækur. Reglubræðurnir búa
flestir saman í klaustrum. Þó er það engin skylda. Þeir
rnega kvænast og búa hjá fjölskyldum sínum, og eru sum-
lr öðrum þræði iðnaðarmenn eða kaupsýslumenn. Allir
verða þeir þó að koma saman á ákveðnum dögum til æf-
mga og helgihalds. Fyrir hverjum flokki er leiðtogi, sem
Sjeik (,,Sjæk“) nefnist. Hann hefir mikið vald, og hann
stjórnar æfingunum eða guðsþjónustunum. Eru þær í því
íólgnar, að þátttakendurnir, sem standa saman í hring
eða beinum röðum, gera ýmsar líkamsæfingar. Samtímis
hafa þeir yfir trúarjátninguna eða hrópa í sífellu nafn
SUðsins, en ieikið er undir á flautu og trumbu. Er þessu
haldið áfram, þar til þátttakendurnir verða frá sér numd-
lr °§ komast í sælukennt leiðsluástand.
^að, sem vitað er um spámannastarfsemina í Israel á
hessu stigi, bendir til, að skipulag hennar og starfshættir
hafi verið þessu líkt. — Spámennimir bjuggu oftast sam-
an og mötuðust saman. Fyrir hópnum stóð leiðtogi, er
sPámannssveinarnir nefndu „föður“. Hann hafði mikið
vald. Spámennirnir höfðu um hönd hljóðfæraslátt, er þeir
yddu framkalla hrifningarástand, að líkindum einnig dans.
Spámennirnir í Israel höfðu einnig ýms ytri einkenni,
sem greindi þá frá öðrum mönnum. Þeir báru merki Jahve,
goðs síns, á enni. Það merki var jafnarma kross. Sumir
®tla, að þeir muni hafa krúnurakað sig. Og eftir spá-
^anninum Elía tóku þeir það að ganga í skinnfeldi. Var
Pað gert til þess að mótmæla kanverskum áhrifum, sem
2^8 varð vart, eftir að Israelsmenn settust að í Kanaan.
n skinnfeldurinn er búningur hjarðmannsins. Af svip-
uðum ástæðum klæðast meinlætamenn Múhammeðstrúar-
innar ullarkufli sínum og hljóta nafn af, Súfíar, en kufl-
lnn nefnist ,,súf“. — Það mun ávallt halda lofi þessara
spámannaflokka á lofti, að þeir gerðust eindregnir styrkt-
aimenn Jahvetrúarinnar. Sú afstaða þeirra mótaði starf-
1 og átti drýgstan þátt í því, að spámannahreyfingin í
Sr>ael náði öðrum og meiri þroska en hliðstæðar hreyf-