Kirkjuritið - 01.04.1952, Síða 41
SPÁMENN GAMLA TESTAMENTISINS 105
Því „slær niður“, það skapar. — Gamlar hugmyndir um
..máttarorðið“ liggja til grundvallar. Talað orð eða skrif-
að býr yfir skapandi mætti. Það getur ýmist látið af sér
leiða bölvun eða blessun. Hugmyndin þekktist hjá Aröb-
um fram eftir öldum. Herforingjar höfðu skáld eða aðra
orðsins menn sér við hlið á herferðum. Þeir áttu annars
Vegar að skapa kjark og baráttuhug meðal hermannanna
°g hins vegar að biðja óvinunum ófamaðar. Þeir áttu að
skapa öðrum sigur, hinum ósigur með máttarorði sínu.
Enn eimir eftir þessar hugmyndir hjá hirðingjunum á
Sýrlandi. Sá siður þekktist austur þar að rita orð kór-
ansins, hinnar helgu bókar Múhammeðstrúarmanna, á
Pappírsræmur og brenna í eldi eða leysa upp í vatni.
^oir, sem anda að sér reyknum eða drekka vatnið, fá í
sig mátt, sem á að geta orðið þeim til farsældar. Hug-
oayndir spámannanna eru andiegri og háleitari. Heilagur
vilji Guðs gefur orði hans mátt og vald, eða vald Guðs
°g vilji býr í orði hans. Þess vegna skapar orðið veruleik-
ann. Á einum stað í spámannaritunum er mætti orðsins,
Sem Guð hefir talað, lýst á þessa leið: „Því eins og regn
°g snjór fellur af himni ofan og hverfur eigi þangað aftur
fyrr en það hefir vökvað jörðina, gjört hana frjósama
°g gróandi og gefið sáðmanninum sæði og brauð að eta,
eins er því farið með mitt orð, það er útgangur af mín-
um munni: Það hverfur ekki aftur til mín við svo búið,
eigi fyrr en það hefir framkvæmt það, sem mér vel líkar,
°g komið því til vegar, er ég fól því að framkvæma Jes.
10—11). Og Jeremía kemst svo að orði: „Er ekki orð
Euðs eins og eldur, — eins og hamar, sem sundurmolar
klettana“ (Jer. 23, 29). Menn óttuðust spámennina vegna
Piáttarins, sem bjó í orðum þeirra. Og menn reyndu að
fá þá til að spá heillum og hamingju. Atvinnuspámenn-
irnir létu undan óskum fólksins, en ritspámennirnir aldrei.
Þeir sögðu það eitt, sem Guð hafði boðið þeim að segja.
^ess vegna fekk oft hvorki land né lýður þolað orð þeirra.
Spámennirnir þekktu vilja Guðs. Guð birti þeim vilja