Kirkjuritið - 01.04.1952, Page 52
116
KIRKJURITIÐ
Mennimir hafa enga afsökun. Guð svarar jafnvel bænum heið-
ingjanna á því máli, sem þeir mættu skilja. Heiðnir menn láta
bera sig út í sólarljósið í andlátinu og fela önd sína. Honum,
sem sólina hefir skapað. Þessir vitringar voru stjörnufræðingar
— og urðu gagnteknir af dýrð himinsins — um nætur. Það varð
einnig íslenzki spekingurinn með bamshjartað, er svo söng:
Nú er fögur næturstund,
nú ber skrautið frána,
þakið bláa’ er þandi mundi,
þín yfir höllu mána.
Lít ég sveima hæða hyl
herinn alskínandi,
því vill hefjast hæða til
hugurinn lofsyngjandi.
Og þegar þessir heiðnu menn virtu fyrir sér dýrð himinsins að
næturlagi, sáu þeir nýja stjömu og settu þetta í samband við
komu nýs konungs og frelsara og friðarhöfðingja inn í þjáða
veröld, og lögðu upp í langa og áhættusama og erfiða ferð til
að leita hans. Guð vill, að allir menn verði frelsaðir. Hann vill
ekki dauða nokkurs syndugs manns. Guð á allar mannssálir —
og þolir ekki, að nokkur maður bíði tjón á sálu sinni. Og þess
vegna leitar hann þeirra til að frelsa þær. Og eins og sólar-
Ijósið fær litblæ listmáluðu kirkjurúðunnar og skænisins í heið-
arbýlis moldarkofanum á leið sinni inn í myndavél mannsaug-
ans, þannig aðæfir opinberun Guðs og sálnaleit hans sig við-
tökuhæfileikum og skilyrðum mannshjartans. Hann lætur sig
aldrei án vitnisburðar.
En hvemig leita mennirnir Guðs? Vitringarnir leituðu Hans
með trúmennsku. Spádómsorðið, sem var ljós á vegum þeirra,
bar daufa birtu. Stjömuspádómur Bíleams (IV. Mós. 24,1?)
um stjömuna, sem risa myndi upp meðal lítillar og fyrirlitinn-
ar þjóðar. Getur nokkuð gott komið frá íslandi? Og þetta litla
Ijós leiddi þá til Júdeu, Jerúsalem og Betlehem — vegna þess
að þörfin var svo heit og lifandi fyrir Frelsara um allan heim.
Og þeir, sem leita með trúmennsku, munu finna það, sem Þeir
leita að, að lokum. Þeir gerðu sig ánægða með að taka eitt og
eitt stutt skref í einu, varðveita leifamar, sem afgangs höfðu