Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 16
222
KIRKJURITIÐ
Guðs lýður, vertu ei lengur hræddur
og lát af harmi og sorg.
1 dag er Kristur Drottinn fæddur
í Davíðs helgu borg.
Hann fjötrum reifa fast er vafinn,
í frelsi barna Guðs svo þú sért hafinn.
Hann þína tötra tók á sig,
að tign Guðs dýrðar skrýði þig.
Á himni næturljósin ljóma
svo ljúft og stillt og rótt,
og unaðsraddir engla hljóma
þar uppi um helga nótt.
Ó, hvað mun dýrðin himins þýða?
Og hvað mun syngja englaraustin blíða?
Um dýrð Guðs föður, frið á jörð
og föðurást á barnahjörð.
Ó, dýrð sé þér í hæstum hæðum,
er hingað komst á jörð.
Á meðan lifir líf í æðum,
þig lofar öll þín hjörð.
Á meðan tungan má sig hræra,
á meðan hjartað nokkuð kann sig bæra,
hvert andartak, hvert æðarslag
Guðs engla syngi dýrðarlag.
Hirðamir.
Þið munið eftir því, að í sambandi við frásögnina af f®ð-
ingu Jesú, er sagt frá fjárhirðum, sem gættu um nóttina
hjarðar sinnar úti á Betlehemsvöllum. Það voru svo marg'
ir gestir í Betlehem, að allir gátu ekki fengið rúm í gisti'
húsunum og þess vegna lánuðu fjárhirðamir þeim fjár'
húsin sín, en vöktu sjálfir yfir hjörðinni úti á völlunum-
Og nú skulum við heyra frásögnina um fjárhirðana:
„Á völlunum fyrir utan Betlehem voru fjárhirðar, sem