Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 24
230
KIRKJURITIÐ
rósabekkur til skrauts. Hvelfingin er í reitum, með litum
friðarbogans. Á prédikunarstól eru, að fornum sið, mál-
aðir guðspjallamennirnir og enn fremur Páll postuli á
Aresarhæð. Er á öllu snilldarhandbragð, og á Haukur
miklar þakkir skyldar fyrir verkið.
Þetta kirkjuhús, sem nú hefir hlotið þessar miklu um-
bætur, var reist árið 1924. Kirkjan næsta á undan brann
með bænum haustið 1921. Varð engu af munum hennar
bjargað, nema altarisklæði ásamt refli á altarisbrún, er
gert hefir maddama Elinborg Pétursdóttir, kona séra Sig-
urðar Arnórssonar prests á Mælifelli. Segir sagan, að alt-
arisklæðið sé áheit á kirkjuna, sem md. Elinborg hafi
gert, er hún eitt sinn óttaðist um líf manns síns úti i
aftakaveðri. Hefir Mælifellskirkja bæði fyrr og síðar reynzt
góð til áheita.
Þetta altarisklæði, sem nú er 95 ára gamalt, er með
hinu fegursta handbragði og hinn mesti dýrgripur. Er
það Ólafi Sveinssyni, fyrrum bónda á Starrastöðum, að
þakka, að það ennþá prýðir kirkjuna og er til augnayndis
þeim, er þangað koma. Snöfurmannlega vatt hann sér
inn í hið brennandi hús og hreif það úr gini eldsins, eftir
að aðrir höfðu jafnvel orðið frá að hverfa.
Eins og flest annað innan stokks, brann altaristaflan
með gömlu kirkjunni, og hefir hennar síðan verið vant í
aldarfjórðung.
En nú er það skarð ekki opið lengur. Dr. theol. Magnús
Jónsson prófessor hefir gefið kirkjunni altaristöflu, er
hann sjálfur hefir málað, forkunnarfagurt listaverk, sena
mikinn tíma og alúð hlýtur að hafa þurft til að skapa-
„Mótívið“ er Fjallræðan. Málverkið þekur allan kórstafn
niður að altari. Annað málverk, sem að sínu leyti er ekki
síðra, hefir dr. Magnús einnig gefið kirkjunni. Táknar það
ummyndun Krists. Er því valinn staður yfir dyrum, gegnt
altaristöflunni. Bera þessar gjafir dr. Magnúsi fagurt vitm
um ræktarsemi hans og hug til æskustöðva sinna.
Vil ég, fyrir hönd safnaðarins og kirkjunnar, þakka