Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 70

Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 70
276 KIRKJURITIÐ Hugleiðingar á helgum dögum, eftir Finn Tulinius. ísa- foldarprentsmiðja h.f. 1951. Landi vor og vinur, séra Finn Tulinius, hefir samið stuttar hugleiðingar til lestrar á öllum helgidögum ársins. Er hver þeirra aðeins tvær blaðsíður. Þeim er öllum gefið nafn. Því næst er vitnað til guðspjalls dagsins, og á að lesa það á und- an hugleiðingunni. Þá er hugleiðingin sjálf, bæn og sálmsvers, sem ætlað er til söngs. Höfundur hefir vandað til þessara hugvekna og lagt alla alúð við, að þær mættu verða íslenzkum heimilum til sem mestrar blessunar. Er þar margt ágætlega sagt og má til dæmis nefna þennan kafla úr hugleiðingunni á 27. sunnudag eftir Þrenningarhátíð: „Ef vér lifum lífi voru með Jesú, munum vér öðlast stund- ir hugljómunar, sjá ummyndunarundrið, er oss opnast sýn inn í eilífðina. Vér sannfærumst um tilveru Guðs og stöndum aug- liti til auglitis frammi fyrir þeim frelsara, sem leið og dó fyr- ir oss. Þessar dýrlegu stundir er ekki hægt að búa sér til, og ekki er hægt að gjöra þær varanlegar. En það varðar mestu, að oss auðnist, er vér komum aftur frá dýrð fjallsins niður í djúpan dal hversdagslífsins, að sjá Jesúm — hann einan.“ Bókin er í litlu broti, prentuð á góðan pappír og í snotru bandi. Á. G. Útvarpsguðsþjónustur í Bretlandi. í ritstjómargrein í hinu þekkta brezka vikublaði „The Spec- tator“ er rætt um útvarpsguðsþjónustur í Bretlandi. Telur blaðið, að um 18 millj. manna hlusti að jafnaði á guðsþjón- ustur brezka útvarpsins, og að útvarpið dragi nokkuð úr kirkju- sókn. Varar blaðið við þeirri hættu. Útvarpsguðsþjónusturnar séu ópersónulegar, en samfélagsvitundin í kirkjunum hafi sitt mikla gildi, því að í kirkjunum séu menn þátttakendur, en við útvarpið oftast aðeins hlustendur. Guðsþjónustur í kirkjunurn skapi fremur persónulega ábyrgð, ábyrgan kristindóm, en við útvarpið séu menn oftast aðeins óábyrgir hlustendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.