Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 69

Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 69
BÓKARFREGNIR 275 í Völuspá af uppruna og endilokum veraldar og örlögum rnannanna bama. Mikið mannvit, „hyggindi, sem í hag koma“, geyma Hávamál. Björtum geislum stafa þau inn í sálardjúp forfeðra vorra; og við bjarmann af því ljósi verður oss greið- ara að ráða rúnir vors eigin sálarlífs. ... En þótt oss verði að vonum starsýnt á þessar klassisku bók- menntir vorar, má oss ekki gleymast, að til eru síðari alda bókmenntir íslenzkar. Leit er á snilldarlegri eða andríkari trú- arljóðum en Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Og ennþá f®ra brennheit bænamál hans svölun þreyttum sálum. ... Mikla andans auðlegð og fegurð er að finna í ritum höfuð- skálda vorra frá síðustu hundrað árum. Það eitt er víst, að stórt rjóður yrði höggvið í skóglendi bókmennta vorra, ef það bezta, sem þær hafa auðgazt að á síðustu hundrað árum, Væri brott numið.“ Um nokkur ár var dr. Richard Beck formaður Þjóðræknis- félags Vestur-íslendinga, og var þar vissulega réttur maður a réttum stað. En þótt hann hyrfi úr formannssessi, vinnur hann áfram af sama þrótti þjóðræknisstarfið. Mun mega þakka bonum það flestum mönnum fremur, hve íslenzkan stendur enn traustum rótum vestan hafs, og má það t. d. undravert teljast, hve mikið birtist enn í Vestanblöðunum af ljóðum á kjarnyrtri og fagurri íslenzku. Þessi nýja bók dr. Richards Becks, Ættland og erfðir, er öll 1 anda æfihugsjónar hans. Fyrri hluti bókarinnar er úrval úr erindum höfundar um Þjóðræknismál Vestur-íslendinga og menningartengsl við heimaþjóðina, samin af brennandi áhuga og ættjarðarást, svo að mörgum mun hlýna um hjartað við lestur þeirra. Síðari hlutinn er merkur og veigamikill þáttur í íslenzkri bókmenntasögu, sem höfundi hefir verið mjög sýnt um að rita. f*ar eru snjöll erindi um sum höfuðskálda vorra á síðari tím- svo sem Jón Þorláksson, Matthías Jochumsson, Grím homsen, Öm Amarson, Jón Magnússon, Jónas Hallgrímsson °S Einar Benediktsson. Eru þau rituð af næmum skilningi og smekkvísi, eins og vænta má, þar eð höfundur er manna fróð- astur í þessum efnum og sjálfur skáld. Mafi hann þökk fyrir þessa góðu bók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.