Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 38
244
KIRKJURITIÐ
skrifari og Hólmfríður Bjarnadóttir Thorarensen. Voru
þau bæði af traustum ættum.
Jón Eiríksson var fæddur að Skinnalóni á Melrakka-
sléttu 30. des. 1812. Foreldrar hans voru Eiríkur bóndi
Grímsson á Skinnalóni og kona hans, Þorbjörg Stefáns-
dóttir prests Lárussonar Schevings á Presthólum. Þeim
Eiríki og Þorbjörgu varð fimm bama auðið, og var Jón
þeirra yngstur. Elztur þeirra systkina var hinn þjóðkunni
guðfræðingur Magnús Eiríksson (1806—1881), er ól mest
allan aldur sinn í Danmörku og lét þar mjög til sín taka
bæði kirkjumál og stjómmál. Magnús var baráttumaður
í trúmálum, en hversdagslega ljúfur í lund, glaðsinna og
hjálpfús. Hét séra Stefán Magnús öðru nafni í höfuð þessa
föðurbróður síns, en Stefáns-nafnið er mjög algengt á
báða vegu í ætt hans.
önnur alsystkini Jóns Eiríkssonar voru þessi:
Stefán bóndi á Skinnalóni (1807—1872). Dóttir hans,
Þorbjörg, átti Jón Sigurðsson á Skinnalóni, en þeirra
dóttir, Hildur, giftist Jóni Ámasyni á Ásmundarstöðum
á Sléttu.
HilcLur (f. 18. sept. 1809), kona Halldórs stúdents Sig-
urðssonar á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði. Að honum látn-
um giftist hún Jóhannesi bónda á Laxamýri. Var Hildur
síðari kona hans, en sambúð þeirra varð eigi löng.
SigríÖur (f. 13. sept. 1811), kona Gísla prests Jónssonar
í Kaldaðamesi. Hann drukknaði í ölfusá, er hann freist-
aði að bjarga öðrum.
Dóttir þeirra Hildar og Halldórs á Úlfsstöðum var Þor-
björg, er varð fyrri kona séra Stefáns á Auðkúlu. Voru
þau því systkinabörn. Halldór á Úlfsstöðum var sonur
Sigurðar prests Árnasonar á Hálsi og Bjargar Halldórs-
dóttur, systur Reynistaðarbræðra, er úti urðu á Kili
haustið 1780.
Ársgamall missti Jón Eiríksson föður sinn. Hann
dmkknaði 17. febrúar 1813. Móðir hans giftist síðar Birni
Sigurðssyni bónda á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð. Var