Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 40
246 KIRKJURITIÐ til, að Magnús hafi útvegað bróður sínum skrifarastarfið, e. t. v. fyrir atbeina Kriegers, sem var mjög vinveittur Magnúsi og studdi hann síðar til náms í Kaupmannahöfn. Á Lambastöðum hefir fyrst borið saman fundum þeirra Jóns og Hólmfríðar Bjarnadóttur, uppeldisdóttur prest- hjónanna. H. 5. mai 1839 eru þau gefin saman í dómkirkj- unni. Svaramenn voru þeir Jón landlæknir Þorsteinsson og faktor Fischer. Þeim hjónum varð fjögurra barna auð- ið. Elzt var Anna Kristín, f. 27. nóv. 1840; þá Þónmn, f. 6. júní 1842; Friðrika Sigríður, f. 14. ágúst 1847, og yngst- ur Stefán Magnús, f. 18. jan. 1852. Jón Eiríksson andað- ist árið 1861, aðeins 49 ára gamall. Efnahagur heimilisins var þröngur, en maddama Hólmfríður þótti bæði tápmikil og ráðsvinn. Anna Kristín fór í vist og vann fyrir sér. Síðar giftist hún Bimi bókbindara Friðrikssyni, en hann lézt eftir stutta sambúð. Síðar miklu fór hún norður að Auðkúlu til Stefáns, bróður síns, og þar andaðist hún. Næstelzta systirin, Þórunn, fór í fóstur austur að Ket- ilsstöðum á Völlum til Þorsteins sýslumanns Jónssonar og Ingibjargar Gunnlaugsdóttur Oddsen. Þórunn giftist síðar frænda sínum, Eiríki Halldórssyni frá Úlfsstöðum. Hann var um þær mundir sýsluskrifari hjá Þorsteini sýslumanni. Þau bjuggu síðar í Blöndudalshólum í Húnavatnssýslu. Yngstu bömin, Sigríður og Stefán, voru kyrr hjá móð- ur sinni. Sigríður andaðist á tvítugsaldri og varð ættingj- um sínum mjög harmdauði. Stefán reyndi snemma að létta undir með móður sinni. Hann var þingsveinn þau sumur, er alþingi kom saman, og öðrum þræði fékk hann vinnu við verzlunarstörf. Hugur hans stóð mjög til skóla- náms, en efnaskortur hamlaði. Þá var það, að séra Þor- kell Bjarnason á Reynivöllum bauðst til að kenna honum undir skóla án endurgjalds. Var Stefán svo tekinn í Lat- ínuskólann haustið 1867 og lauk skólanámi þaðan 1873. Margir skólabræðra Stefáns urðu síðar þjóðkunnir menn og honum jafnan minnistæðir. Eldri honum í skóla vom þeir Kristján Fjallaskáld, Kristján Eldjám Þórarins-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.