Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 49
255
STEFÁN JÓNSSON, AUÐKÚLU
rétta fram hönd til sátta, þótt í odda hefði skorizt. Var
hann því jafnan vel metinn og vinsæll fundarmaður. Hon-
um var líka einkar lagið að halda uppi samræðum við
gesti sína og á mannamótum.
#
I trúarboðun sinni var séra Stefán jafnan frjálslyndur
og mildur, og mun óhætt að fullyrða, að hann hafi að
talsverðu leyti mótazt af trúfræði Magnúsar Eiríkssonar,
föðurbróður síns. Séra Stefán mun hafa orðið einna fyrst-
ur íslenzkra presta til að hafna eilífri útskúfun í boðskap
sínum. Hann minnti á það, að ekki væri nóg að segja
„herra, herra“, ef hugarfar og breytni fylgdi ekki með.
Kærleikur og trúmennska væru hinar æðstu mannlegar
dyggðir. Andi kristindómsins væri jafnan æðri en bók-
stafurinn. — Margt sóknarbarna séra Stefáns gerði sér
ljóst, að hann batt sig ekki eins fast við bókstafinn og
sumar prestar aðrir, sem það hafði haft kynni af, en það
var síður en svo, að honum væri fundið það til foráttu.
Hann var einróma álitinn góður prestur, og var þar jöfn-
um höndum átt við mannkosti hans og embætti. Hann
skildi manna bezt hagi sóknarbarna sinna og vissi, hvers
mætti með sanngirni af þeim krefjast, t. d. með kirkju-
sókn í strjálbýli, vegleysum og annriki. En einmitt þetta
heilaga umburðarlyndi og kristilega mildi gerði marga
hinna fornu sveitapresta að sjálfkjörnum aðalsmönnum
uieðal sóknarbarnanna og lagði þeim í munn „það mál,
sem endurhljómar í fólksins sál“, svo lánuð séu orð Ein-
ars Benediktssonar.
Sýnishom af ræðum séra Stefáns má sjá í Hugvekjum
til húslestra á misseramótum, á jólanótt og gamlárskvöld,
sem hann samdi og lét prenta á Akureyri 1885 (8vo 42
hls.). í bókarformi er einnig Draumur Jóns Jóhannesscnv-
ar> er séra Stefán skrásetti (Akureyri, 1882). Allmargar
blaðagreinar em eftir hann í Kirkjublaðinu og á víð og