Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 18
224
KIRKJURITIÐ
Hann var í jötu lagður lágt,
en ríkir þó á himnum hátt.
Hallelúja.
Hann vegsömuðu vitringar,
hann tigna himins herskarar,
Hallelúja.
Þeir boða frelsi og frið á jörð,
og blessun Drottins barnahjörð.
Hallelúja.
Vér undirtökum englasöng,
og nú finnst oss ei nóttin löng.
Hallelúja.
Vér fögnum komu Frelsarans,
vér erum systkin orðin hans.
Hallelúja.
Hvert fátækt hreysi höll nú er.
Því Guð er sjálfur gestur hér.
Hallelúja.
1 myrkrum ljómar lífsins sól.
Þér, Guð, sé lof fyrir gleðileg jól.
Hallelúja.
Og nú skuluð þið fá að heyra stutta jólasögu:
ÞaÆ sem dýrin sáu hina fyrstu jólanótt.
Það eru til margar fallegar helgisögur og ævintýri um
jólin og frá einu slíku ævintýri langar mig að segja ykkur.
Fjárhirðarnir vöktu eina nótt yfir fé sínu úti á Betle-
hemsvöllum. Þeir höfðu heyrt englasönginn, og dýrin, bæði
þau, sem voru úti í haganum, og þau, sem voru í pen-
ingshúsinu, þar sem jatan var, höfðu fengið vitneskju um,
að Frelsarinn væri fæddur.
Dýrin, sem voru í peningshúsinu, teygðu fram hálsana,