Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 52
VALLAKIRKJA NIUTIU ARA
— Vígður Mukkutuminn —
Finnið ekki árin liðnu anda
inni f þessum Drottins helgidómi?
Hér er friður, einhver unaðsljómi,
eins og bros frá fyrsta bernskudegi.
Gullna vor, þér gleyma kann eg eigi.
Gengnu stundir! Heyrið, hvað eg segi!
Þið hafið allar farið burt í flýti,
en flestar skilið eftir spor í sandi.
Ljúfa minning, lítil perla' á bandi,
læðstu fram við altarisins varma.
Þið berið yfir lífsins leiða’ og harma
og látið þorna af tárum vota hvarma.
Hér var það, sem fann eg fyrsta sinni
fögnuð ríkan inn í hjartað streyma.
Eg sat hjá mömmu, í leiðslu’ eg lét mig dreyma,
og leit minn föður prestinn skrúða klæða.
Hrifið mundi hjartað þá til hæða,
þótt hafi mér ei skilizt prestsins ræða.
En hvað um það? — Eg kunni skil á öðru:
kertaljósum, söng og orgeltónum.
Furðulegt var fyrir mínum sjónum,
að féllu' ei stjörnur hér á gólfið niður
úr blárri hvelfing. — Blíður helgi-friður
bærði hjartað. — Gladdi söngsins kliður.
Árin liðu, aldur færðist yfir,
inn við grátur kraup eg fjórtán ára.
Ábyrg er ei æskan sinna tára;