Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 10
mnma. (BrugSiS upp mynd úr lífi islenzkrar sveitakonu.) Guðrún á Bakka lá vakandi í rúminu sínu, þó að langt væri liðið á nótt. Þetta var ekki orðið neitt nýtt. — Hún hafði allt- af átt bágt með svefn, síðan heilsan fór að bila. Guðrún lá þarna með lokuð augu, en sá þó margt. Það var eins og kvikmyndum væri brugðið upp. Hún þekkti þær allar, því að þetta var hennar eigið líf, frá því að hún mundi eftir sér og fram á þennan dag. Ólík áhrif höfðu þessar myndir á hana. Sumar vöktu gleði, en sumar vonbrigði og sorg. Hún hafði víst gott af að sjá þær. Þær komu og fóru með leifturhraða, einstaka sat eftir og vildi ekki fara. Þó að Guðrún opnaði augun, þá hafði hún ekki fyrr lokað þeim en myndimar komu aftur, sérstaklega var ein jóla- minning, sem ekki vildi fara. Af hverju var hún svona ásæk- in? Var það af því, að hún hafði verið að hugsa um jólin, sem nú nálguðust óðum? Guðrún reis upp í rúminu og seildist eftir skrifáhöldunum sínum, sem hún var vön að leggja á borðið sitt á hverju kvöldi- Það var bezt, að hún reyndi að setja þessa jólaminningu á blað. Og eftir því sem hún horfði lengur á þessa mynd, fann hún, hvað hún var henni dýrmæt og ógleymanleg. Þá voru bömin lítil, og þegar allir erfiðleikamir vom sigr- aðir með Guðs hjálp, fann hún sanna jólagleði í bláum barns- augum. En var þetta ekki eitthvað breytt, eftir að börnin urðu stór? Veturinn 1935—36 var óvenjulega harður og byrjaði snemma, en þó tók alveg út yfir, þegar kom fram í desember. Þá snjó- aði meira og minna á hverjum degi, svo að ófært varð. Guðrún á Bakka hafði strax um haustið kviðið þessum vetri mjög mikið. Það var, þegar hún vissi, að hún gekk með áttunda bamið. Og það yngsta var þó aðeins rúmlega árs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.