Kirkjuritið - 01.12.1952, Síða 10
mnma.
(BrugSiS upp mynd úr lífi islenzkrar sveitakonu.)
Guðrún á Bakka lá vakandi í rúminu sínu, þó að langt væri
liðið á nótt. Þetta var ekki orðið neitt nýtt. — Hún hafði allt-
af átt bágt með svefn, síðan heilsan fór að bila.
Guðrún lá þarna með lokuð augu, en sá þó margt. Það var
eins og kvikmyndum væri brugðið upp. Hún þekkti þær allar,
því að þetta var hennar eigið líf, frá því að hún mundi eftir
sér og fram á þennan dag.
Ólík áhrif höfðu þessar myndir á hana. Sumar vöktu gleði,
en sumar vonbrigði og sorg. Hún hafði víst gott af að sjá þær.
Þær komu og fóru með leifturhraða, einstaka sat eftir og vildi
ekki fara. Þó að Guðrún opnaði augun, þá hafði hún ekki fyrr
lokað þeim en myndimar komu aftur, sérstaklega var ein jóla-
minning, sem ekki vildi fara. Af hverju var hún svona ásæk-
in? Var það af því, að hún hafði verið að hugsa um jólin, sem
nú nálguðust óðum?
Guðrún reis upp í rúminu og seildist eftir skrifáhöldunum
sínum, sem hún var vön að leggja á borðið sitt á hverju kvöldi-
Það var bezt, að hún reyndi að setja þessa jólaminningu á blað.
Og eftir því sem hún horfði lengur á þessa mynd, fann hún,
hvað hún var henni dýrmæt og ógleymanleg.
Þá voru bömin lítil, og þegar allir erfiðleikamir vom sigr-
aðir með Guðs hjálp, fann hún sanna jólagleði í bláum barns-
augum. En var þetta ekki eitthvað breytt, eftir að börnin urðu
stór?
Veturinn 1935—36 var óvenjulega harður og byrjaði snemma,
en þó tók alveg út yfir, þegar kom fram í desember. Þá snjó-
aði meira og minna á hverjum degi, svo að ófært varð.
Guðrún á Bakka hafði strax um haustið kviðið þessum vetri
mjög mikið. Það var, þegar hún vissi, að hún gekk með
áttunda bamið. Og það yngsta var þó aðeins rúmlega árs-