Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 48
254 KIRKJURITIÐ eru sem kalkaðar grafir hið innra. Séra Stefán var ekki í þeim hópi. Hann átti þá rósemi hjartans, sem er auði og metorðum dýrmætari. * Eins og áður er getið, var margt stórbænda í Svína- vatnshreppi, er séra Stefán fluttist að Auðkúlu, og löng- um síðan. Áhugi var mikill á jarðabótum og öflugt bún- aðarfélag starfandi í sveitinni. Tók séra Stefán þegar full- an þátt í þeim málum og lét jafnan vinna mikið að túna- sléttun og túngirðingum á prestsetrinu. Sér þess enn merki, þótt nú geti stórvirkar vélar unnið á fáum dög- um það, sem áður tók ár með handverkfærum. Árið 1911 lét hann reisa íbúðarhús úr steinsteypu á Auðkúlu, og var það fyrsta húsið, sem þannig var byggt í sveitum þar nyrðra. Gamli bærinn var rifinn, enda var hann orðinn lítt hæfur til íbúðar sakir kulda. Allt útlent efni í húsið varð að flytja á klökkum af Blönduósi, 4—5 stunda lestagang, steypuefnið varð að flytja á sama hátt neðan frá Svínavatni. Engin aðstoð var þá veitt af al- mannafé til slíkra framkvæmda. Ríkið eignaðist nýja hús- ið fyrir gamla bæinn. Um líkt leyti lét séra Stefán einnig reisa nýja kirkju á Auðkúlu í stað hinnar gömlu. Séra Stefán hafði lifandi áhuga á félagsmálum, enda var hann brátt kosinn til trúnaðarstarfa í sveit sinni. Odd- viti hreppsnefndar var hann fyrst í Bólstaðarhlíðarhreppi og síðan í Svínavatnshreppi. Sýslunefndarmaður Svínhrepp- inga var hann um 20 ára skeið og varaamtráðsmaður í Norðuramtinu fyrir Húnavatnssýslu 1901—1907. Á Þing- vallafundi 1888 mætti hann sem fulltrúi Húnvetninga. Hann hallaðist jafnan að gætilegri umbótastefnu í lands- málum, og eindreginn kaupfélagsmaður var hann alla tíð. Á mannfundum var séra Stefán óhlutdeilinn, en fylgdi fast fram þeim málum, er hann beitti sér fyrir, og gat verið sáryrtur, ef honum þótti linlega brugðizt við rétt- lætis- og velferðarmálum. En flestum var hann fúsari að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.