Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 48
254
KIRKJURITIÐ
eru sem kalkaðar grafir hið innra. Séra Stefán var ekki
í þeim hópi. Hann átti þá rósemi hjartans, sem er auði
og metorðum dýrmætari.
*
Eins og áður er getið, var margt stórbænda í Svína-
vatnshreppi, er séra Stefán fluttist að Auðkúlu, og löng-
um síðan. Áhugi var mikill á jarðabótum og öflugt bún-
aðarfélag starfandi í sveitinni. Tók séra Stefán þegar full-
an þátt í þeim málum og lét jafnan vinna mikið að túna-
sléttun og túngirðingum á prestsetrinu. Sér þess enn
merki, þótt nú geti stórvirkar vélar unnið á fáum dög-
um það, sem áður tók ár með handverkfærum.
Árið 1911 lét hann reisa íbúðarhús úr steinsteypu á
Auðkúlu, og var það fyrsta húsið, sem þannig var byggt
í sveitum þar nyrðra. Gamli bærinn var rifinn, enda var
hann orðinn lítt hæfur til íbúðar sakir kulda. Allt útlent
efni í húsið varð að flytja á klökkum af Blönduósi, 4—5
stunda lestagang, steypuefnið varð að flytja á sama hátt
neðan frá Svínavatni. Engin aðstoð var þá veitt af al-
mannafé til slíkra framkvæmda. Ríkið eignaðist nýja hús-
ið fyrir gamla bæinn. Um líkt leyti lét séra Stefán einnig
reisa nýja kirkju á Auðkúlu í stað hinnar gömlu.
Séra Stefán hafði lifandi áhuga á félagsmálum, enda
var hann brátt kosinn til trúnaðarstarfa í sveit sinni. Odd-
viti hreppsnefndar var hann fyrst í Bólstaðarhlíðarhreppi
og síðan í Svínavatnshreppi. Sýslunefndarmaður Svínhrepp-
inga var hann um 20 ára skeið og varaamtráðsmaður í
Norðuramtinu fyrir Húnavatnssýslu 1901—1907. Á Þing-
vallafundi 1888 mætti hann sem fulltrúi Húnvetninga.
Hann hallaðist jafnan að gætilegri umbótastefnu í lands-
málum, og eindreginn kaupfélagsmaður var hann alla tíð.
Á mannfundum var séra Stefán óhlutdeilinn, en fylgdi
fast fram þeim málum, er hann beitti sér fyrir, og gat
verið sáryrtur, ef honum þótti linlega brugðizt við rétt-
lætis- og velferðarmálum. En flestum var hann fúsari að