Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 14
220
KIRKJURITIÐ
aði í svip hans. Nú gat ekki amma gengið í kring um jólatréð
eins og áður. Hún ætlaði samt að taka vel undir sönginn.
Guðrún flýtti sér líka inn. í litlu baðstofunni á Bakka var
sannarlega bjart og hlýtt þetta kvöld.
Jólin voru komin. Hún las það úr bláum barnsaugunum-
Guðrún tók lestrarbókina og las jólalesturinn. Síðan gengu
þau í kring um tréð á meðan jólasálmarnir voru sungnir:
„Hvert fátækt hreysi höll nú er,
því Guð er sjálfur gestur hér.“
Guðrún þakkaði Guði í hjarta sníu fyrir að mega syngja
þetta með heimilisfólkinu og finna um leið, að einmitt þann-
ig var það.
Enginn fékk neina „jólagjöf", eins og nú tíðkast. En jóla-
gleðin var sízt minni fyrir það. Því að una glaður við sitt er
meira virði en margar „gjafir“. Það er bezta jólagjöfin.
Soffía Gunnlaugsdóttir,
Syðri-Reistará.
BÆNARVERS
„Drottinn daga og stunda,
Drottinn tíma og rúms,
Drottinn dýrðar funda,
Drottinn næturhúms,
stýr þú hönd og huga,
hjarta, lífi og sál,
lát ei bölið buga,
blessa allra mál.“
GuSbjörg Jónsdóttir
frá Broddanesi.