Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 44
250 KIRKJURITIÐ á hnjám sér, en ekki náðu þeir til gólfsins með fótunum, þótt báðir væru hávaxnir, svo djúpar voru gryfjurnar. En hér var ekki í annað hús að venda. Hér var ekki um það eitt að ræða að gegna embætti og leggja hendur í skaut þess á milli. Hér blasti við, auk embættisanna, sjálf baráttan fyrir hinu daglega brauði. Út í þá baráttu lögðu hin ungu presthjón með djörfung og bjartsýni. Þau virð- ast þegar í stað hafa unnið sér velvild og traust sóknar- fólksins. Bændur í dalnum buðust til að setja gólf í bað- stofuna á Bergstöðum og bæta stafgólfi við suðurenda hennar. Komst þetta þegar í verk fyrsta sumarið. Séra Stefán var 24 ára, er hann tók við prestakalli á Bergstöðum. Hann var manna glæsilegastur að vallar- sýn, hár og grannur, fríður sýnum og vel eygður, virðu- legur og þó jafnframt alúðlegur í viðmóti. Með komu hans varð gerbreyting á kirkjusöng í sókninni. Hann kenndi fólki nýju sálmalögin, en grallarinn hvarf úr sög- unni. Glæsileik séra Stefáns fyrir altari var jafnan við brugðið. Hin mikla, en hljómþíða rödd hans fyllti kirkj- una og setti óvenjulegan hátíðablæ á hverja guðsþjónustu séra Stefáns. Frú Þorbjörg var fremur lág vexti, gáfuð og fríð sýn- um, hæglát í framgöngu, en stjómsöm húsmóðir. Bæði vom þau framandi í héraðinu og frændlaus. En þau komu með hressandi lífsloft inn í hina afskekktu, búsældarlegu dali Húnavatnssýslu. Bæði lifðu þau og störfuðu þar til hinztu stundar. Á Bergstöðum voru þau í tíu ár, frá 1876—1886. Mörg árin vom hörð, og landfarsóttir geisuðu hvað eftir annað. Frostaveturinn mikli var 1880—81 og mislingavorið 1882. Barnaveiki og kíghósti stráfelldi líka börn og unglinga á þessum árum. Af sex börnum, sem þau hjón eignuðust á Bergstöðum, dóu f jögur og auk þess fósturbam. Einnig dóu hinar ungu frænkur þeirra, Hildur og Þórhildur, sem áður vom nefndar, og Hildur Eiríksdóttir, tengda- móðir séra Stefáns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.