Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 65
ÓKUNNA GUÐSPJALLIÐ
271
spjall, þá má draga af því þá ályktun, að höfundur Ókunna
guðspjallsins hafi þekkt þau, en segi þó sjálfstætt frá.
Framsetningin minnir allmjög á Jóhannesarguðspjall og
virðist að vissu leyti brúa bilið milli þess og Samstofna
guðspjallanna. Gæti það því vel verið eldra en Jóhann-
osarguðspjall, sem samið mun vera í lok 1. aldar, enda
er elzta handritsslitur Nýja testamentisins af Jóhannes-
arguðspjalli og skrifað um 120, að því er fræðimenn telja.
Skyldleikinn með þessum tveimur guðspjöllum stafar að
líkindum af því, að þau eru runnin bæði af sömu erfða-
kenningu, þeirri sem varðveittist í Efesus.
Ókunna guðspjallið er sennilega ritað einhvem tíma á
árunum 85—95 og handritsblöðin úr því, sem varðveitzt
hafa, eru að dómi sérfræðinga frá miðri 2. öld.
Engar hliðstæður eru til að IV. kafla þess. En þar hef-
ir verið skýrt frá kraftaverki, sem Jesús hefir unnið með
Því að stökkva Jórdanvatni á andstæðinga sína.
Vonandi á eftir að finnast meira af guðspjalli þessu.
Á.G.
AÐ KVELDI.
Upp við stofninn önd mín grær,
þar er andans athvarf fundið.
Allt er lögum Drottins bundið,
föstum reglum fjær og nær.
Sannleiksandinn segir mér:
Óðum Ijósin dagsins dofna.
í Drottins vernd er gott að sofna
við Ijósið, sem að eilíft er.
Heimþrá grípur huga minn.
Halla eg mér að hjarta þínu.
hér á lífsins kveldi mínu.
í tjaldbúð þína tak mig inn.
Ingibjörg GuSmundsdóttir.