Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.12.1952, Blaðsíða 12
218 KIRKJURITIÐ aftur glöð. Því að ef mamma var glöð, var allt í lagi. Enginn vissi, hvað þessi bros kostuðu, nema Guð. Hann einn vissi, hvað nætumar geymdu mörg tár og bænir. Verst gekk Guð- rúnu að mæta spyrjandi augum gömlu hjónanna. Þau hvíldu stöðugt á henni, þó ekki væri neitt sagt. Svo virtist, sem það væri þegjandi samkomulag að segja sem minnst. Öll él birtir upp um síðir. — Tveimur dögum fyrir Þorláks- dag, var Bjöm bóndi óvenjusnemma búinn í húsunum og fór að búast að heiman. Ekki vildi Guðrún neins spyrja, en hún bað Guð í hjarta sínu að létta honum þessi erfiðu spor og gefa árangur af ferð hans. Þegar Bjöm var ferðbúinn, tók hann húfu sína og vettlinga, kastaði kveðju á Guðrúnu og bömin og gekk út. Þegar hurðin féll í staf, fannst Guðrúnu eins og eitthvað stæði í hálsi hennar. Hún gekk snögglega út úr eld- húsinu út í fjós, sem var innangengt í, settist niður á jötu- stokkinn milli kúnna og gaf tilfinningum sínum lausan taum- inn. Hún varð að létta ögn á sál sinni, en hún hafði ekki setið lengi, er hún heyrði börnin kalla á mömmu. Guðrún reis upp í skyndi, þurrkaði sér vel um augun og gekk inn til barnanna. Þegar hún var búin með frammiverkin, sett- ist hún inn til gömlu hjónanna. Þau töluðu ekkert um ástæð- urnar frekar en fyrri daginn, en amma fór að segja bömun- um frá jólunum, þegar hún var bam. „Þá eignaðist ég aðeins eitt kerti, en það var stórt og úr tólg. Það var látið á diskinn minn hjá hangiketinu." Og amma sagði, að hún gleymdi því víst ekki, hvað vænt sér hefði þótt um kertið, hún hafði ekki látið lifa á því nema stutta stund í einu, til þess að geta átt það sem lengst. Kvöldið leið. Laust fyrir fjósatíma kom Bjöm heim. Hann heilsaði glaðlega, og sá Guðrún strax, að eitthvað hefði rætzt úr fyrir honum. Hann rétti Guðrúnu bréf. Það var frá kvenfé- lagi hreppsins, og hafði inni að halda sextíu krónur í pening- um, sem var jólagjöf til gömlu hjónanna og barnanna. Þetta skóp mikla gleði og margt var ráðgert að kaupa. Amma sagði: „Það má kaupa eitthvað handa bömunum fyr- ir mína peninga. Ekki þarf ég neitt.“ En þetta sagði hún ætíð, því að lífið hafði kennt henni að vera nægjusöm. Það var ákveðið, að bömin skyldu öll fá striga- skó. Það þótti fínt í þá daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.