Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 12

Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 12
218 KIRKJURITIÐ aftur glöð. Því að ef mamma var glöð, var allt í lagi. Enginn vissi, hvað þessi bros kostuðu, nema Guð. Hann einn vissi, hvað nætumar geymdu mörg tár og bænir. Verst gekk Guð- rúnu að mæta spyrjandi augum gömlu hjónanna. Þau hvíldu stöðugt á henni, þó ekki væri neitt sagt. Svo virtist, sem það væri þegjandi samkomulag að segja sem minnst. Öll él birtir upp um síðir. — Tveimur dögum fyrir Þorláks- dag, var Bjöm bóndi óvenjusnemma búinn í húsunum og fór að búast að heiman. Ekki vildi Guðrún neins spyrja, en hún bað Guð í hjarta sínu að létta honum þessi erfiðu spor og gefa árangur af ferð hans. Þegar Bjöm var ferðbúinn, tók hann húfu sína og vettlinga, kastaði kveðju á Guðrúnu og bömin og gekk út. Þegar hurðin féll í staf, fannst Guðrúnu eins og eitthvað stæði í hálsi hennar. Hún gekk snögglega út úr eld- húsinu út í fjós, sem var innangengt í, settist niður á jötu- stokkinn milli kúnna og gaf tilfinningum sínum lausan taum- inn. Hún varð að létta ögn á sál sinni, en hún hafði ekki setið lengi, er hún heyrði börnin kalla á mömmu. Guðrún reis upp í skyndi, þurrkaði sér vel um augun og gekk inn til barnanna. Þegar hún var búin með frammiverkin, sett- ist hún inn til gömlu hjónanna. Þau töluðu ekkert um ástæð- urnar frekar en fyrri daginn, en amma fór að segja bömun- um frá jólunum, þegar hún var bam. „Þá eignaðist ég aðeins eitt kerti, en það var stórt og úr tólg. Það var látið á diskinn minn hjá hangiketinu." Og amma sagði, að hún gleymdi því víst ekki, hvað vænt sér hefði þótt um kertið, hún hafði ekki látið lifa á því nema stutta stund í einu, til þess að geta átt það sem lengst. Kvöldið leið. Laust fyrir fjósatíma kom Bjöm heim. Hann heilsaði glaðlega, og sá Guðrún strax, að eitthvað hefði rætzt úr fyrir honum. Hann rétti Guðrúnu bréf. Það var frá kvenfé- lagi hreppsins, og hafði inni að halda sextíu krónur í pening- um, sem var jólagjöf til gömlu hjónanna og barnanna. Þetta skóp mikla gleði og margt var ráðgert að kaupa. Amma sagði: „Það má kaupa eitthvað handa bömunum fyr- ir mína peninga. Ekki þarf ég neitt.“ En þetta sagði hún ætíð, því að lífið hafði kennt henni að vera nægjusöm. Það var ákveðið, að bömin skyldu öll fá striga- skó. Það þótti fínt í þá daga.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.