Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Síða 38

Kirkjuritið - 01.12.1952, Síða 38
244 KIRKJURITIÐ skrifari og Hólmfríður Bjarnadóttir Thorarensen. Voru þau bæði af traustum ættum. Jón Eiríksson var fæddur að Skinnalóni á Melrakka- sléttu 30. des. 1812. Foreldrar hans voru Eiríkur bóndi Grímsson á Skinnalóni og kona hans, Þorbjörg Stefáns- dóttir prests Lárussonar Schevings á Presthólum. Þeim Eiríki og Þorbjörgu varð fimm bama auðið, og var Jón þeirra yngstur. Elztur þeirra systkina var hinn þjóðkunni guðfræðingur Magnús Eiríksson (1806—1881), er ól mest allan aldur sinn í Danmörku og lét þar mjög til sín taka bæði kirkjumál og stjómmál. Magnús var baráttumaður í trúmálum, en hversdagslega ljúfur í lund, glaðsinna og hjálpfús. Hét séra Stefán Magnús öðru nafni í höfuð þessa föðurbróður síns, en Stefáns-nafnið er mjög algengt á báða vegu í ætt hans. önnur alsystkini Jóns Eiríkssonar voru þessi: Stefán bóndi á Skinnalóni (1807—1872). Dóttir hans, Þorbjörg, átti Jón Sigurðsson á Skinnalóni, en þeirra dóttir, Hildur, giftist Jóni Ámasyni á Ásmundarstöðum á Sléttu. HilcLur (f. 18. sept. 1809), kona Halldórs stúdents Sig- urðssonar á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði. Að honum látn- um giftist hún Jóhannesi bónda á Laxamýri. Var Hildur síðari kona hans, en sambúð þeirra varð eigi löng. SigríÖur (f. 13. sept. 1811), kona Gísla prests Jónssonar í Kaldaðamesi. Hann drukknaði í ölfusá, er hann freist- aði að bjarga öðrum. Dóttir þeirra Hildar og Halldórs á Úlfsstöðum var Þor- björg, er varð fyrri kona séra Stefáns á Auðkúlu. Voru þau því systkinabörn. Halldór á Úlfsstöðum var sonur Sigurðar prests Árnasonar á Hálsi og Bjargar Halldórs- dóttur, systur Reynistaðarbræðra, er úti urðu á Kili haustið 1780. Ársgamall missti Jón Eiríksson föður sinn. Hann dmkknaði 17. febrúar 1813. Móðir hans giftist síðar Birni Sigurðssyni bónda á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð. Var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.