Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 70
276
KIRKJURITIÐ
Hugleiðingar á helgum dögum, eftir Finn Tulinius. ísa-
foldarprentsmiðja h.f. 1951.
Landi vor og vinur, séra Finn Tulinius, hefir samið stuttar
hugleiðingar til lestrar á öllum helgidögum ársins. Er hver
þeirra aðeins tvær blaðsíður. Þeim er öllum gefið nafn. Því
næst er vitnað til guðspjalls dagsins, og á að lesa það á und-
an hugleiðingunni. Þá er hugleiðingin sjálf, bæn og sálmsvers,
sem ætlað er til söngs.
Höfundur hefir vandað til þessara hugvekna og lagt alla
alúð við, að þær mættu verða íslenzkum heimilum til sem
mestrar blessunar.
Er þar margt ágætlega sagt og má til dæmis nefna þennan
kafla úr hugleiðingunni á 27. sunnudag eftir Þrenningarhátíð:
„Ef vér lifum lífi voru með Jesú, munum vér öðlast stund-
ir hugljómunar, sjá ummyndunarundrið, er oss opnast sýn inn
í eilífðina. Vér sannfærumst um tilveru Guðs og stöndum aug-
liti til auglitis frammi fyrir þeim frelsara, sem leið og dó fyr-
ir oss. Þessar dýrlegu stundir er ekki hægt að búa sér til, og
ekki er hægt að gjöra þær varanlegar. En það varðar mestu,
að oss auðnist, er vér komum aftur frá dýrð fjallsins niður
í djúpan dal hversdagslífsins, að sjá Jesúm — hann einan.“
Bókin er í litlu broti, prentuð á góðan pappír og í snotru
bandi. Á. G.
Útvarpsguðsþjónustur í Bretlandi.
í ritstjómargrein í hinu þekkta brezka vikublaði „The Spec-
tator“ er rætt um útvarpsguðsþjónustur í Bretlandi. Telur
blaðið, að um 18 millj. manna hlusti að jafnaði á guðsþjón-
ustur brezka útvarpsins, og að útvarpið dragi nokkuð úr kirkju-
sókn. Varar blaðið við þeirri hættu. Útvarpsguðsþjónusturnar
séu ópersónulegar, en samfélagsvitundin í kirkjunum hafi sitt
mikla gildi, því að í kirkjunum séu menn þátttakendur, en við
útvarpið oftast aðeins hlustendur. Guðsþjónustur í kirkjunurn
skapi fremur persónulega ábyrgð, ábyrgan kristindóm, en við
útvarpið séu menn oftast aðeins óábyrgir hlustendur.