Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 6

Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 6
m i n n i n cj ci r. „Og í sömu svipan var meö englinum mikill fjöldt liimneskra hersveita, sem lofuOu GuÖ.“ Lúk. 2, 13. Jólin, jólin. Aðeins þetta eina orð, og andlit barnanna ljóma af fögnuði. Jólin, jólin og minningarnar, björtustu, hreinustu, fegurstu minningarnar svífa á ósýnilegum vængjum fram í vitund eldra fólksins, feimnar og brosandi, eins og lítil, ljósvængjuð engilbörn. Minningar frá bernsku- árunum, eins og himneskar hersveitir. Minningar um margra daga tilhlökkun. Daga, sem eru umvafðir heill- andi ævintýraljóma. Minningar um lítil kertaljós, sem þrátt fyrir smæð sína jafnast fyllilega við dýrðlegustu ljósakrónu í konungshöll. Minningar um fáguð og prýdd heimili, sem þrátt fyrir fátækt sina taka langt fram höll- um auðmanna. Minningar um gjafir gefnar af fórnfúsu hjarta og örlátri hönd, sem ef til vill eru ekki eyrisvirði á mælikvarða heimsverðmæta, en eru þó dýrmætari öll- um auðæfum. En ofar öllu í minningadýrð fullorðna fólks- ins eru brosin hennar mömmu, jólasagan hennar, jóla' gjafir hennar, orð hennar og yndisleikur, sem aðeins ei hægt að sjá, en ekki segja frá. Já, þótt hún sé ef til viU löngu horfin, bak við rökkurtjald dauðans, bros hennai fölnuð, orð hennar hljóðnuð og gjafirnar horfnar jarðnesk-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.