Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 7

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 7
JÓL — MINNINGAR 229 um augum, þá birtist hún fegri en nokkru sinni fyrr í sumardýrð jólanna, draumheimi minninganna. Og jóla- gjafirnar horfnu verða ódauðlegir dýrgripir. Jólin eru há- tíð minninganna. Þegar sambland saknaðar og gleði lætur tárperlur glitra í augum gamla fólksins. Angurblíðir ómar frá gleðihljómi liðinna daga titra á viðkvæmustu strengj- um sálarinnar. Jólin gera lífið að óskaheimi barnanna og ævintýri eldra fólksins. Jólin varpa ljóma ævintýrisins jafnvel yfir hversdagslegustu hluti og atburði dagsins. Jólin eru í órofa sambandi við allt hið fegursta og bezta í Hfi hvers einasta einstaklings, sem hefir alizt upp í kristnu landi. Það er kannske þess vegna, sem ekki er unnt að eignast gleði og unað jólanna, nema heima. Heima, þar sem allt hið helgasta, göfgasta og dýpsta hefir gróið og þróazt. Við það getur engin ytri dýrð jafnazt. Hve margur piltur hefir lifað jól fjarri heimili sínu, jól, sem voru mótuð af fordild og prjáli tízkunnar, en gjör- sneydd hinum óumræðilega unaði jólanna í litlum, fátæk- legum sveitabæ. Unaði, sem gjörði lífið að draumfögru ævintýri. En himneskar hersveitir minninga urðu honum helgur auður mitt í hávaða og glaumi, gættu hans og vöktu yfir honum. Hve mörgum ungum stúlkum, sem hafa hvirflazt í dansiðu og tildri líðandi stundar, hefir ekki orðið minn- ingaauður frá löngu liðnum jólum og bliknuðum gleði- brosum mömmu sinnar, sem ef til'vill dvaldi bak við djúpa dali og dimm, jökli földuð fjöll, að himneskum hersveit- Urn, sem bægðu frá voða á villugjörnum leiðum og leiddu til jólaljóssins, hans, sem lýsir gegnum öll myrkur hins viilugjarna mannheims. Og jólin, allur þessi minningaauður, með öllum tilbrigð- l,m og öllum sínum litum og ómum eru og upprunnin frá ofurlitlum sólskinsdreng, ofurlitlu indælu barni ungrar, fátækrar stúlku, sem ekki var einu sinni gift og ekki gat gefið litla drengnum sínum vöggu. Hann varð að liggja 1 jötu í kindahelli austur í Gyðingalandi. En þessi fátæka

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.