Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 10

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 10
Bróðurhöndin hvíta, hreina, hún á smyrsl við sárum meina — æðstan mátt, sem upp oss hefur, öllum veikum styrkinn gefur, um oss vefur ást og mildi. Alla smáða ver með skildi. Reisir við, ef hrösun hendir, himnesk sýn — og upp oss bendir. Grýtt er leiðin, gjótur, eggjar gína við, og þröngt til veggjar. Kvíðinn fótur fet sitt tefur —. Fagra hönd, sem Ijósið gefur, láttu gullna geisla streyma gegnum tímans djúp og heima. — Kyndill Ijóss þíns, Kristur, lýsi oss. Kærleiks sól þín leiðir vísi oss. Guðdóm drottins dýrðarsólin döprum mannheim gaf um jólin, frið og blessun færði hjörtum — föðurást í geislum björtum. Ragnhildur Gísladóttir.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.