Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 14

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 14
236 KIRKJURITIÐ ar var ekki lengur hér á lífi né María frá Magdala. En enn lifði náið skyldmenni drottins, móðursystir hans. Súsanna hét hún og var orðin gömul, háöldruð, alhvít fyrir hærum. Líkami hennar virtist ekki lengur eins og af holdi, heldur var hann áþekkur fíngerðri jurtartrefju, gagnsær, andlegur. Hún hafði ekki ferilvist lengur, heldur lá á legubekk, sveipuð hvítu líni, og beið þess, að dýpstu þrá hjarta hennar yrði svalað og hún fengi að koma til drott- ins síns á himnum. Og hún þráði ekki hann einan, heldur einnig alla ástvinina, sem voru með honum. Hún sá þá alla í sýn og dvaldist meir með þeim en hinum, sem voru í kring um hana. Hún ræddi oft við þá, sem dánir voru, og þegar hún ávarpaði þá, sem voru á lífi, þá talaði hún alltaf um hina. Konurnar í húsinu litu á hana eins og helga konu, þar sem hún var svo náskyld Messíasi. Þær hjúkr- uðu henni með lotningu og teyguðu hvert orð af vörum hennar, en þau lutu mjög að systur hennar og fæðing Messíasar. Sum þeirra hafði Matteus fært í letur, en ekki öll, því að margt virtist honum ekki skipta máli. Lúkasi fór þar á annan veg. Þá er honum var fylgt á fund konunnar hvítklæddu og andlegu, hafði hann túlk með sér. Allt, sem hún hafði að segja varðandi fæðing drottins, hafði gildi í augum hans. Hann sat, málfræðingurinn gríski, við bekkjarskör Sús- önnu. Sál hans var fyllt þrá eftir Guði og fegurðinni. Og hann reit á sefpappírsvöndul hvert orð, er hún mælti- Hún, útlendingurinn, seinasti fulltrúi ættarinnar, var í augum hans, Grikkjans, eins og guðleg mynd, lifandi tákn Hellasar Gyðinga, er hann hafði gengið á hönd, Olympusar á Gyðingalandi. Súsanna talaði — eða hvíslaði öllu heldur á aramisku, túlkurinn þýddi á grísku og Lúkas færði kost- gæfilega í letur. ......Ég man það glöggt, eins og það hefði gerzt í dag- Við áttum, öll fjölskyldan, heima saman á einum bse. María systir mín var enn heima með móður sinni. Faðii minn var dáinn, og móðir mín sá fyrir fjölskyldunni. Við

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.