Kirkjuritið - 01.12.1953, Qupperneq 17
LJÓÐ LÚKASAR
239
Lúkas gat ekki skrifað meira. Hann sat grafkyrr, rit-
föngin við fætur honum, og augun störðu í fjarskann.
Eitthvað var að gerast í sál hans. Sumt var að deyja,
annað að lifna. Hann heyrði hljóma í sífellu fyrir eyrum
sér orð Páls:
„Messías er orðinn arftaki guðanna. Goðsaga Grikkiands
er á enda. Saga Messíasar hafin.“
í boði.
Þann guð, sem launar þúsund falt,
þann guð, sem aldrei sefur,
þann guð, sem veitir öllum allt,
sem er og gildi hefur;
þann guð, sem vakir þar og hér,
hjá þjóðum heims og yfir mér
og öllu gætur gefur,
þann guð sem barn ég bið um ráð
og brauð og Ijós og hita.
Hans líknarvernd í lengd og bráð
mig langar helzt að vita
og finna, hvað sem amar að,
sem annað barn, og skynja hvað
hans boð er sælt að sitja.
Hans boð er kynslóð, sökul, séð
við sólskin rúms og alda,
en jörðin, hafsins hyldjúp með,
sem himnar yfir tjalda,
er salur boðsins — sífellt nýr.
Þá sumar dagsbrún vetur flýr
með skuggann kveðjukalda.
Stefán Hannesson.