Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 18

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 18
Messubyrjun. Lag: Dýröleg dagssól hlær. Drottinn, dýrð sé þér! Dag þinn blessum vér, er í hús þitt klukkurnar oss kalla. Ó, að sérhver sá, sem þær heyra má, sæki kirkju sunnudaga alla! Hjarta, hugur, sál heilagt lofsöngsmál hljóma láti himinglöðum rómi. Lögur, loft og storð lífsins nemi orð borin fram í Herrans helgidómi. Burt með allskyns ys, óra, prjál og glys, — ekkert þvílíkt andans þorsta svalar. Kom í kirkjufrið, — krjúp og syng og bið. Hlusta! — Sjálfur Herrann við þig talar: Ver ei hrædd, mín hjörð. Helgan englavörð set eg um minn söfnuð hér á jörðu. Bið þú, — vak og vinn, vit, að andi minn styrkir þig í stríði lífsins hörðu. Kom þú, lífsins Ijós, lífga visna rós, — gjör þú bál af brunnum, köldum glæðum. Kom með hjálp og hlíf, heilagt fjör og líf. — Klæð vorn söfnuð kraftinum af hæðum. Vald V. Snævarr.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.