Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 19

Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 19
t Dr. theol. Sigurgeir Sigurðsson biskup. Fœcldur 3. ágúst 1890. Dáinn 13. október 1953. In memoriam. Helztu æviatriði. Sigurgeir Sigurðsson var fæddur að Túnprýði á Eyrar- bakka 3. ágúst 1890. Foreldrar hans voru Sigurður Eiríks- son regluboði, þjóðkunnur áhugamaður um bindindismál, °g kona hans, Svanhildur Sigurðardóttir, hin ágætasta húsfreyja og móðir. Hann lauk stúdentsprófi vorið 1913 og embættisprófi í guðfræði í febrúar 1917. Sama ár, 7. október, vígðist hann aðstoðarprestur séra Magnúsar Jónssonar á ísafirði. Anð eftir, 11. marz, fékk hann veitingu fyrir Isafjarðar- Prestakalii. Jafnframt þjónaði hann Bolungarvík til árs- l°ka 1925, er hún var gerð að sérstöku prestakalli. Enn- fremur hafði hann með höndum aukaþjónustu í ögurþing- Um frá fardögum 1924 til 1. apríl 1925 og í Staðarpresta- kalli í Súgandafirði frá 1. september til ársloka 1938. ísafjarðarprestakalli þjónaði séra Sigurgeir með mikl- Um dugnaði og stakri skyldurækt í 21 ár, eða til ársloka 1938. Auk þess gegndi hann mörgum öðrum störfum. 17

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.