Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 20

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 20
242 KIRKJURITIÐ Hann var prófastur í Norður-ísafjarðarprófastsdæmi frá 1. júní 1927 og út prestskapartíð sína og formaður Presta- félags Vestfjarða frá stofnun þess 1. september 1928 til 1939 og í ritstjórn málgagns þess, Lindarinnar. Hann var í skólanefnd Isafjarðarkaupstaðar, barnaverndamefnd og sáttanefnd og gæzlustjóri Útibús Landsbanka Islands á Isafirði. Hann gaf sig einnig mjög að félagsmálum, og mátti um hann segja, að hann léti sér ekkert mannlegt óviðkomandi í prestakalli sínu. Sá félagsskapur, er hann unni heitast og mun hafa starf- að mest fyrir, var Kristilegt félag ungra manna á Isafirði, sem hann stofnaði sjálfur og stýrði síðan. Skömmu eftir vígslu sína, 17. nóvember 1917, kvæntist hann Guðrúnu Pétursdóttur frá Hrólfsskála. Þau eignuð- ust 4 börn, sem eru öll á lífi: Pétur sóknarprestur á Akureyri. Sigurður bankaritari. Svanhildur ritari í dómsmálaráðuneytinu. Guðlaug húsmæðrakennari. Heimili þeirra varð fljótt orðlagt fyrir frábæra gestrisni, og mátti telja það miðstöð félagslífs Vestfjarðapresta. Meðan séra Sigurgeir var prófastur, fór hann tvisvar til náms utan, hið fyrra sinn til Danmerkur og Þýzkalands um þriggja mánaða tíma, 1928, og hið síðara til Englands og Danmerkur, um hálfs árs skeið, 1937—38. Hann var skipaður biskup Islands 29. nóvember 1938 frá 1. janúar 1939 að telja og gegndi því embætti til dauða- dags. Á biskupsárum sínum fór hann oft utan. Hann var fulltrúi Islands á 25. þingi Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi 21.—23. febrúar 1944 og ferð- aðist síðan nær 3 mánaða skeið um byggðir Islendinga i Norður-Ameríku. Var hann hvarvetna hinn mesti aufúsu- gestur og honum sýndur mikill sómi. M. a. var hann kjör- inn heiðursdoktor við háskóla Norður-Dakota og Wagner- háskóla í New York.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.