Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 22

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 22
244 KIRKJURITIÐ Næsta ár sat hann fund höfuðbiskupa Norðurlanda í Kaupmannahöfn, og 1946 biskupafund Norðurlanda í Stokkhólmi. Vorið 1947 sótti hann Lúterska kirkjuþingið í Lundi ásamt fleiri fulltrúum, og á þeim fundi gekk þjóðkirkja Islands inn í Lúterska heimssambandið. Sumarið 1948 sat hann mjög fjölmennan biskupafund, sem erkibiskupinn af Kantaraborg boðaði til í Lambeth- höllinni í London. I nóvembermánuði 1950 sigldi hann til Vesturheims sér til heilsubótar og heimsótti þá jafnframt Islendinga í Canada. Úr þeirri för kom hann í febrúar árið eftir. Hann sótti fjölmennt mót að Hindsgavl á Fjóni sumarið 1952. Gekkst Kirknasamband Norðurlanda fyrir mótinu, en biskup var í stjórn sambandsins og nýkosinn formaður þess, er hann lézt. Fáum dögum síðar var hann fulltrúi Prestafélags Islands á fundi í Linköbing. 1 sumar, sem leið, tók hann loks þátt í hátíðahöldunum í Þrándheimi til minningar um setning erkibiskupsstólsins þar 1153. Var það síðasta utanför hans, og stóð hún yfir í tæpan mánuð. Hann ferðaðist einnig mikið hér innan lands, við vísi- tazíur, kirkjuvígslur og til fundarhalda, og var hvarvetna fagnað hið bezta. Hafði hann vísiterað mest-allt landið, er hann lézt. Hann reit hirðisbréf og sendi það prestum og próföst- um á Islandi 1940. Einnig gaf hann út Kirkjublaðið fra ársbyrjun 1943 og til dauðadags. Skrifaði hann í það fjölda greina og í ýms önnur blöð eða tímarit. Starfsferill prestsins og prófastsins og biskupsins verður rakinn hér síðar í sérstökum greinum, er þeir menn rita, sem bezt þekktu til. Er bjart yfir honum öllum og auðsén heilindi hugarfarsins og þráin til að vinna sem mest og bezt kirkju og þjóð. Útför biskups fór fram á kostnað ríkisins með mikilh viðhöfn 21. október. Var hún ein hin fjölmennasta og veg-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.