Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 23

Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 23
SIGURGEIR SIGURÐSSON BISKUP 245 legasta, sem haldin hefir verið í Reykjavík. Um hundrað prestar gengu hempuklæddir fyrir kistu biskups, og var það fagur vottur um ástsældir hans. Á. G. Húskveðja. Flutt að biskupssetrinu Gimli 21. október 1953 af séra Sveini Víking, biskupsritara. „SíOan segir hann viO lœrisveinana: TaJciO saman brauöabrotin, sem afgangs eru, til þess aö ekkert fari til ónýtis. — Þeir söfnuöu þeim þá saman og fyXltu tólf karfir.“ (Jóh. 6. 17—18). Lærisveinunum fannst það ekki mundi vera ómaksins vert, að safna saman brotunum. Þeir héldu, að öllu hlyti að hafa verið lokið, og ekkert eftir skilið handa þeim til þess að leita að og finna. En eftir boði meistara síns og herra lögðu þeir þó af stað með sínar tómu karfir. En sJá! Þeir komu aftur með karfimar sínar fullar. Ég minni á þetta hér á þessari dapurlegu stund kveðju °g saknaðar, þar sem svo mörg hjörtu bifast af þungum harmi og trega. Ég minni á þetta hér, er þetta glæsilega heimili er lostið hinu þyngsta höggi og drúpir í sorg við hið sviplega og óvænta fráfall heimilisföðurins, biskups íslands, herra Sigurgeirs Sigurðssonar, fráfalls, sem djúpt hefir snortið alla hina íslenzku þjóð, en þó allra sárast °S þyngst þá, sem stóðu honum næstir og unnu honum heitast, eiginkonu, börn og aðra nánustu ástvini. Þegar dauðinn lýstur hin þyngstu högg, þá finnst oss sem vér séum öllu svipt og stöndum ein á bersvæði harms- ins með tóma körfu í hendinni. En Guði sé lof, að enn

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.