Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Qupperneq 27

Kirkjuritið - 01.12.1953, Qupperneq 27
SIGURGEIR SIGURÐSSON BISKUP 249 inn verið að eiginkonu, börnum og ástvinum öllum. En — enginn getur misst meira en hann hefir áður átt og notið. Og hin þyngsta sorg er ætíð vottur þess, hve mikið vér eigum að þakka, hve margt góður Guð raunverulega hefir gefið oss. „Dýpsta sæla og sorgin þunga“ eru í viss- um skilningi samferða í lífinu. Og í þeim orðum skáldsins er djúpur sannleikur fólginn, að „það er allra sorga sorg, að sakna góðs og muna það“. Þannig er líka ykkar sorg og raunar þjóðarinnar allrar. Það er góðs að sakna. En það er líka góðs að minnast, margt hugljúft og dýrmætt að muna og geyma og þakka af öllum huga og sál. Og þess vegna beini ég nú til ykkar ástvinanna orðum frelsarans, Jesú Krists: Takið saman brotin, sem afgangs eru, svo að ekkert fari til ónýtis. Engum mun veitast það auðveldara en ykkur, að fylla karfirnar af blómum bjartra og fagurra minninga um hann, sem gaf ykkur og var ykkur svo óendanlega mikið -— blómum, sem aldrei fölna, af því að þau hafa eilífðina sjálfa í sér varandi. Hver ævi og saga, hvert aldabil fer eina samleið, sem hrapandi straumur. Eilífðin sjálf; hún er álein til; vor eigin timi er villa og draumur, segir Einar Benediktsson. Hið ytra er ævi vor hrapandi straumur hverfulla daga og ára. En hið innra í sálum vor sjálfra eru allar dýr- mætustu stundir lífsins, ekki hverful augnablik, heldur varanlegur f jársjóður andans, hluti af vorri ódauðlegu sál. Og þið, ástvinirnir, eigið svo margar slíkar stundir. Þið eigið minningarnar, hugumkærar og ljúfar. Og þið eigið miklu meira. Þið eigið ást hans, þótt hann sé horfinn líkamlegri sýn. Hún varir enn, vermir enn. Það finnið þið sjálf. Því að kærleikurinn er eilífur og fellur aldrei úr gildi. Hann er sterkari en hel. Vér vitum að vísu, að hér á jörð er vor „ævi stuttrar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.