Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 30

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 30
252 KIRKJURITIÐ Ritningarorð og sálmavers. Lesin í Dómkirkjunni af séra Óskari J. Þorlákssyni, dómkirkjupresti Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Á þessari minningar- og kveðjustund, þegar oss býr sorg og söknuður í hjarta, viljum vér leita oss huggunar og styrks í orði Drottins og fyrirheitum hans, því að orð hans er lampi fóta vorra og ljós á vegi vorum. Vísa mér vegu þína, Drottinn, kenn mér stigu þína. Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér, því að þú ert Guð hjálpræðis míns, á þig vona ég liðlangan daginn. Minnst þú miskunnar þinnar, Drottinn, og kærleiks- verka, því að þau eru frá eilífð. (Sálm: 25. 4—'6). Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Því að ekki sendi Guð soninn í heim- inn til þess að hann skyldi dæma heiminn, heldur til þess að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann. (Jóh: 3. 16—18). Verið í mér, þá verð ég líka í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vín- viðnum, þannig ekki heldur þér, nema þér séuð í mér. Ég er vínviðurinn, þér eruð greinamar. Sá, sem er í mér og ég í honum, hann ber mikinn ávöxt, því að án mín getið þér alls ekkert gjört. (jóh: 15. 4—6).

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.