Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Qupperneq 32

Kirkjuritið - 01.12.1953, Qupperneq 32
254 KIRKJURITIÐ Líkrœða. Flutt í Dómkirkjiinni af séra Jóni Auðuns, dómprófasti. Við líkbörur herra biskupsins yfir Islandi svífa mér margar myndir fyrir sjónum. Ég man hann fyrst sem fermingarföður og sóknarprest. Ég man hann síðast sem biskup og vin. Ég sé fyrir mér ungan prest, og nú er messudagurinn hans úti í Bolungarvík, langa leið frá heimilinu hans á Isafirði. Á Djúpinu byltist hrönn við hrönn, hrynjandi sjóir með drifhvítu trafi banna veikum báti leiðina. En ungi presturinn býr sig samt að heiman. Fótgangandi fer hann fleiri klukkustunda gang yfir urðir og klungur, yfir svell- bólgin björg, yfir ófærur og illræmdan veg. I kirkjuna sína kemur hann á réttum tíma, og þessa ferð er hann búinn að fara svo oft, að sóknarfólkið er hætt að undrast prest- inn, sem lætur engar hættur tálma för sinni, þegar skyldan býður að heilagt messuembætti skuli flutt. Löngu síðar kom hann sem biskup á þessar slóðir, þegar hinn hættu- legi vegur til Bolungarvíkur var opnaður, og vígði mikinn steinkross, sem reistur hafði verið þar, sem hættan á veg- inum er mest. Það biskupsverk vann hann með sérstakri gleði, því að sjálfur var hann sannfærður um, að fyrir kraft krossins hefði hann þrásinnis komið heill til byggða úr þessum ferðum. Þegar ég skoða þessa mynd af herra Sigurgeiri Sigurðssyni, sé ég fyrir mér karlmennið, full- hugann, ég sé fyrir mér biskup, klerk og mann, sem var postula Drottins að skapi, postulanum, sem reit: „Verið ekki Mlfvolgir í áhuganum, verið brennandi í andanum „Allt hjá yður sé í kœrleika gjört.“ ,J5rennxmdi í andanum“, — ekkert lýsir honum betur, því að aldrei gaf hann sér næði til að láta hjartað kólna. Vér teljum æviár hans 63, en þó varð líf hans í rauninni miklu lengra, svo miklu lengra sem líf hans var fyllra af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.