Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 35

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 35
SIGURGEIR SIGURÐSSON BISKUP 257 stað. Það er auðsætt, hvorum þessara manna herra Sigur- geir líktist meir í biskupsdómi sínum. Sniðvegu hygg ég að honum hafi ekki verið sýnt um að ganga, en drengi- lega gekk hann beint að erfiðleikunum. Vitanlega urðu margir erfiðleikarnir honum ofjarlar. Margar vonir hans brugðust. Margt, sem hann vildi vinna, er óunnið enn. Yfir líkbörum hans, eins og allra látinna hugsjónamanna, svífa vonir, sem ekki fengu að rætast, vonir, sem verða enn að bíða þess, að verða að veruleika. Enginn hugsjóna- maður hlýtur þá hamingju, að sjá allt rætast, sem hann dreymdi. Með kirkjuna og þjóna hennar vildi hann stefna svo hátt, að ekki gat allt rætzt, sem hann þráði. Það varð honum oft að harmi. ,,En bak við heilaga harma er him- ininn alltaf blár,“ og hinn blái himinn bjartra vona gaf honum alltaf nýjan eld, nýjan þrótt til þeirrar baráttu, sem entist honum fram á hinztu stund. Menn voru honum engan veginn ævinlega sammála um allt í biskupsstjórn hans. Jafnvel ekki vinir hans. Til þess var hann of djarfur og stundum of berorður. Ef hann hefði kunnað snigvegu herra Jörundar á Hólum og viljað ganga þá, hefði margt orðið honum mýkra undir fæti. En skapgerð hans var önnur. Hann var alla ævi ungi prestur- inn, sem lagði fótgangandi á ófæruveginn út til Bolungar- víkur og lítt tjáði að letja. Hann var allra manna ljúfastur í umgengni við vini sína og sýndi oftast fágætan hæfileika til að umgangast hina ólíkustu menn. Um það bera vott þær stórmiklu vinsældir, er hann aflaði sér á hinum mörgu yfirreiðum sínum, vísitazíum, um prófastsdæmin, en þær rækti hann af svo mikilli kostgæfni, að hann var nú langt kominn með að vísitera landið allt. En jafnhliða þeirri ljúfmennsku, sem hann hlaut ástsældir sínar af, var hann ósveigjanlegur um allt, sem hann taldi máli skipta, og gat verið svo ein- ráður, að vinum hans þótti nóg um. En árekstrarnir komu oftast til af því, að hann elskaði dýpri og helgari ræktar- elsku en aðrir menn málefnið, sem honum var hjartfólgn- 1B

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.