Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 41

Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 41
SIGURGEIR SIGURÐSSON BISKUP 263 Frelsarans, um að týna lífi sínu — og finna það. Hvílíkt þakkarefni er það! En meir en öll störf þiskups viljum vér þakka það, er hann sjálfur var oss: Einarður, djarfur, heilhuga, góð- hjartaður, ástúðlegur og barnslega hrifinn og glaður — lærisveinn Krists, sem ekki deyr, eins og komizt er að orði í Jóhannesarguðspjalli um lærisveininn elskaða. Já, hversu margt er það í Heilagri Ritningu, sem mun minna oss á hann: Biskupsvígslutexti hans, er hér var lesinn áðan: „Vísa mér vegu þína, Drottinn, kenn mér stigu þína. Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér, því að þú ert Guð hjálpræðis míns, á þig vona ég liðlangan daginn.“ Eða orðin: „Til er sá vinur, sem er tryggari en bróðir.“ Eða: „Verið í bróðurkærleikanum ástúðlegir hver við annan .... verið ekki hálfvolgir í áhuganum, verið brennandi í andanum. Þjónið Drottni; verið glaðir í voninni . .. stað- fastir í bæninni . . . stundið gestrisni.“ Eða áminningin um Guðs ríkis starfið, sem lýsir hon- um bezt: „Ver allur í þessu.“ Já, vér þökkum, hver hann var. En í dýpstum skilningi þökkum vér það allt ekki hon- um, heldur Guði, sem gaf. Frá honum er það komið og nú horfið aftur til upphafs síns. Ó, blessuð stund, er burtu þokan líður — er fundir verða á feginsdegi og vér fáum aftur að sjá vorn hjartans vin. Þá munum vér einnig minnast þessa dags og fagna, að sársauki hans er liðinn hjá. Vér þökkum þér, biskup, Sigurgeir Sigurðsson, en fyrst og síðast, síðast og fyrst þökkum vér Guði fyrir þig. Vér kveðjum þig með fyrirbæn fyrir sjálfum þér og ávexti alls góðs, er þú sáðir. Verði sá ávöxtur á komandi

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.