Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Qupperneq 46

Kirkjuritið - 01.12.1953, Qupperneq 46
268 KIRKJURITIÐ legra vinsælda í söfnuði sínum. Glæsimennska hans, alúð og ljúfmennska við hvern sem var snart hjörtun og hreif hugi manna. En samt urðu menn að koma á heimili pró- fastshjónanna á ísafirði til þess að skilja til fulls orsakir þeirra ástsælda, er þau nutu þar. Á heimili þeirra séra Sigurgeirs og frú Guðrúnar Pétursdóttur lék um mann sú hlýja, vinsemd og gestrisni, sem seint mun gleymast þeim, er þangað komu. Það hefir verið sagt, að biskups- heimilið í Reykjavík, heimili þeirra hjóna, hafi verið gest- risnasta heimili landsins. Þótt húsakynnin væru risminni á prófastsheimilinu á Isafirði, þá var hjartahlýjan, ein- lægnin og ástúðin hin sama. Árið 1928 stofnaði séra Sigurgeir, ásamt allmörgum Vestfjarðaprestum, Prestafélag Vestfjarða. Var hann lífið og sálin í þeim félagsskap og formaður hans frá stofnun og þar til hann tók við biskupsembætti árið 1939. Gat eng- um, er kynntist forystu hans þar, dulizt, hve vel hann var til foringja fallinn og hve áhugi hans var einlægur og brennandi, að félagið gleymdi aldrei því höfuðmark- miði sínu að styðja hvert það málefni, sem hinni íslenzku kirkju mætti verða til vegs og eflingar. Prestafélag Vest- fjarða mun ávallt minnast stofnanda síns og brautryðj- anda með kærleika, virðingu og þakklæti. Það duldist engum, sem þekkti séra Sigurgeir, að hann var mikill baráttumaður, bæði í sókn og vörn, fyrir mál- efni hinnar íslenzku kirkju. Hann var manna gleggstur að finna samherja og samstarfsmenn, enda bjó hann yfir óvenjulegri mannþekkingu og sálrænni skyggni. Þeir eigin- leikar reyndust honum hamingjudrjúgir við lausn margra þeirra mála, er honum auðnaðist að bera fram til sigurs, til heilla fyrir kirkjuna og kristilegt starf. Séra Sigurgeir var einn þeirra manna, sem alltaf var að vaxa og þrosk- ast að vizku, þreki og skörungsskap. Hann óx við hvern þann vanda, hvert það verkefni, sem hin íslenzka kirkja fól honum að leysa. Fyrir hana var engin fórn of dýr, engin þraut of þung. — Kirkja Drottins Jesú var honum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.