Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 50

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 50
272 KIRKJURITIÐ maí 1947). 1 lögum þessum felast margháttaðar endurbæt- ur frá eldri löggjöf, sem hér er ekki rúm til að rekja í einstökum atriðum. Frá 1. janúar 1938 hafa byggð verið samtals 31 prests- seturshús og eru þá meðtalin þau, sem nú eru í byggingu. Þess utan hafa farið fram meiri háttar aðgerðir á eldri prestssetrum og verið til þeirra aðgerða varið hin síðari ár 300—500 þúsundum króna á ári. 8. Lög um laun starfsmanna nkisins (nr. 60, 12. marz 1945). Barátta biskups fyrir bættum launakjörum presta- stéttarinnar lauk með því, að samkv. hinum nýju launa- lögum voru grunnlaun prestanna ákveðin kr. 6000.00, hækkandi um 400 kr. á ári í 6 ár upp í kr. 8400.00, en samkvæmt launalögum 1919 voru laun þeirra kr. 2000.00, hækkandi þriðja hvert ár um kr. 200.00 upp í kr. 3000.00. Varðandi biskupsembættið er rétt að geta þess, að fyrir forgöngu biskups hefir ríkið komið upp sérstökum biskupsbústað í Reykjavík, þar sem biskup hefir ókeypis íbúð, en áður var ekkert slíkt biskupssetur fyrir hendi. Ennfremur hefir verið séð fyrir mjög sæmilegu húsnæði fyrir skrifstofur embættisins. Loks er þess að geta, að fyrir tilstuðlan biskups, bar Sigurður Ó. Ólafsson, 2. þm. Árnesinga, fram á Alþing1 frumvarp um kirkjubyggingasjóð, er væntanlega nasr fram að ganga á þessu þingi. Mun það frumvarp, ef að lögum verður, lyfta mjög undir kirkjubyggingar í landinu. Er og sízt vanþörf á því, að ríkið veiti hinum fátæku og fámennu söfnuðum nokkra aðstoð til þess að reisa sóma- samlegar safnaðarkirkjur. En það er nú orðið slíkum söfnuðum algjörlega ofviða án einhverrar aðstoðar af hálfu þess opinbera. I biskupstíð herra Sigurgeirs Sigurðssonar var fremur lítið um kirkjubyggingar. Olli þar mestu um heimsstyrj- öldin síðari, sú síaukna dýrtíð, er af henni leiddi og Þæl miklu hömlur, er ríkisvaldið setti á allar húsabyggingar- Þó voru á þessu árabili byggðar á milli 10 og 20 kirkjur

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.