Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 51

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 51
SIGURGEIR SIGURÐSSON BISKUP 273 og kapellur, þar á meðal Akureyrarkirkja og Laugarness- kirkja. Og nú, síðan losað var um hömlurnar, hefir verið hafin smíði mjög margra kirkna. Má þar nefna: Selfoss- kirkju, Neskirkju í Reykjavík, Svalbarðskirkju, Dalvíkur- kirkju, Hofsósskirkju o. fl. Mjög mikið hefir og á þessum árum verið unnið að stór- felldum endurbótum eldri kirkna, svo og að fegrun þeirra og skreytingu á ýmsan hátt. Mjög margt ágætra gripa hefir kirkjunum einnig gefizt á þessu tímabili og sýnir það ótvírætt vaxandi hlýhug í garð kirkjunnar. Eigi verður svo skilizt við afskipti biskupsins af kirkju- byggingarmálum landsins, að eigi sé minnzt á Hallgríms- kirkju á Skólavörðuhæð. Bygging þeirrar kirkju, er verða skyldi stærsta og veglegasta kirkjuhús á íslandi, var eitt af höfuð áhugamálum hans fram til hinztu stundar. Beitti hann sér af alhug og dugnaði að málinu. Er nú svo komið, að hluti af kór kirkjunnar var reistur fyrir nokkrum ár- um og er notaður sem guðsþjónustuhús Hallgrímspresta- kalls. Jafnframt er nú hafin bygging sjálfrar höfuðkirkj- unnar. Annað mál, sem biskupinum var mjög hjartfólgið, var bygging Kirkjuhúss í Reykjavík, er verða skyldi miðstöð hins kirkjulega starfs í landinu. Beitti hann sér fyrir fjár- söfnun í þessu skyni. Var sá sjóður um síðastliðin áramót rúmlega 164 þúsund krónur. Fimmtíu og sjö guðfræðingar voru vígðir prestsvígslu í tíð herra Sigurgeirs, og mun hann sjálfur hafa vígt 55 þeirra. Á biskupsárum sínum vísiteraði hann öll prófastsdæmi landsins nema fjögur. Og hið fimmta vannst honum ekki tími til að vísitera nema að nokkru leyti nú á síðastliðnu hausti. I hverri kirkju, sem hann heimsótti, flutti hann eigi aðeins prédikun, heldur og hvetjandi erindi um kirkju °g kristindómsmál. Er ekki ofsagt, að vísitazíur hans voru ekki aðeins frábærlega vel sóttar af sóknarfólki, hvar sem hann kom, heldur ávann hann sér alls staðar vináttu, 19

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.