Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 55

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 55
Nú er skarð íyrir skildi, Nú er skarð fyrir skildi, skapa dómurinn þungi hefir lostið og látið Ijúfa ástvini tárast. Biskupssetrið í bænum býr yfir þungum harmi. Með þökk og virðingu þjóðin þangað í samúð leitar. Kirkjuhöfðinginn kæri kaus sér hlutskiptið góða. Bjargfasti brautryðjandinn bar fram málin til sigurs. Föður síns fyrirheitum fylgdi hann til síðstu stundar, réttsýni regluboðinn, raunabarnanna vinur. Oft er á ævidegi örðugt á lífsins slóðum, saklaus er sökum borinn, særður er góður drengur. Sjúkdómar lífsþrek lama, lengi er von á meini, en þyngst er af öllu þungu, þegar kastað er steini. Biskupinn látinn lifir, líf hans var minnisvarði reistur af hjartahlýju og heilögum trúareldi: Manndómsins miklu orku, margþættu göfgu starfi, bænanna beztu iðju og bjartsýni vökumannsins. Guðrún Jóhannsdóttir, frá Brautarholti.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.