Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 61

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 61
< póótunnn llmdi. Það var á öndverðu hausti, að klerkur nokkur vildi syngja messu í yztu byggð síns víðlenda prestakalls. Þessi byggð var aðskilin frá öðrum hluta sóknarinnar, þar sem kirkjan stóð, af 10 km löngu bjargi, en 40 km voru þangað frá prestssetrinu. Prestur fór þangað úteftir þrisvar til fjórum sinnum á ári og messaði í skólahúsi. Þar eð hann vildi vera fljótur í ferðum, sammæltist hann fólki, er ætl- aði þangað á kvenfélagssamkomu á laugardagskvöldi. Þótt úti væri myrkt til jarðar og regn af himni streymdi ofan, var glatt á hjalla í bílnum, var þar þó eigi ungt fólk, heldur aldurhnigið, er fór jafnan einu sinni á ári til að sjá æskustöðvar sínar og njóta dansgleðinnar eins og þá það var ungt. Því brá nú eigi við þessa leið, oft hafði það farið hana fótgangandi í kulda og hríðum. Kona nokkur fór þá þessa leið fótgangandi í kaupstað- inn, 25 km, og heim aftur að kveldi með þunga byrði á baki og dansaði síðan alla nóttina. Gömlu konurnar sungu falleg og gömul lög á leiðinni, svo að klerkur hreifst af, og var hann þó eigi söngvinn. Þegar komið var niður að víkinni, var gengið niður á nes- ið. Þar stóð barnaskólinn. Hófst nú dans og böggla-uppboð. Þar eð klerkur var enginn dansmaður, þá hvarf hann frá gleðinni og reikaði norður á nesið. — Hér hafði eigi fyrir ýkja löngu verið nokkur byggð, blómlegt fiskiver, einkum að sumarlagi. Nú var þessi byggð komin í eyði,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.