Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Qupperneq 62

Kirkjuritið - 01.12.1953, Qupperneq 62
284 KIRKJURITIÐ nema sveitabýli, er lágu nokkuð fjarri. Eina nýsköpunin var þar einn af stærstu vitum landsins, er sendi geisla sína út á hið víða haf, auk þess voru þar leifar gamla tímans, hrörlegur bær, en þar brann nú ljós við Ijóra. En oft bar svo við, er komið var niður á nesið, er sólfar var mikið og ekkert rauf kyrrð náttúrunnar nema öldu- gjálfrið við stuðlabergið og æðurinn kvakandi á sjónum, að það gat að líta mann, er annað tveggja sat undir kofa- veggnum eða fikraði sig eftir strengdum kaðli um græna grund milli kofans og skólans. Hann spurði þá: „Hver er þar?“ því að blindur var hann, og mátti eigi sjá fegurð sævarins né hin tignarlegu Strandafjöll vestur í blámóð- unni. Hann var síðasti búinn þar á nesinu. Þótt aðrir færu, sat hann um kyrrt. Klerkur skundaði nú á fund þessa vinar síns. Hljóðlega ýtti hann á bæjardyrnar, því að rennilóð þungt hékk við dyrustaf. Hann paufaðist nú eftir göngunum, og gætti þess að reka sig eigi á olíufat, er þar var. Hann reif nú upp hurðina á baðstofunni og leit inn. Ljós brann á tíu línu lampa. I rúmi sínu lá öldungurinn alklæddur. „Hver er þar?“ spurði hann. Klerkur sagði til sín. „Er það blessaður presturinn," mælti gamalmennið og reis upp við dogg. „Set þig niður, seg mér tíðindi, hér er í nefið, drengur minn.“ Þegar klerkur hafði leyst frá skjóðunni, þá sveigði hann talið að því, sem raunar var erindi hans. Því að vinur hans vildi eigi þekkjast góðra manna ráð og taka vist á góðum bæ, þar sem margt væri um manninn. En þar var komið við viðkvæma strengi hjá öldungnum, honum vökn- aði um augu, hinn glaðlegi blær, er verið hafði yfir sam- talinu, hvarf: „Ævi mín hefir verið hrakningur frá upphafi til þessa dags, einn hefi ég farið og einn vil ég lifa. Þú veizt, að er ég var ungur að árum, drukknaði faðir minn á útveg frænda þíns, þá tók hann systur mína og ól upp með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.