Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 63

Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 63
PÓSTURINN BLINDI 285 prýði, en ég lenti á hrakhólum víða og átti misjafna ævi. Víða fór ég fulltíða og margt lagði ég á gjörva hönd, var bóndi norður í firði, bjó þar með konu minni, þar önd- uðust börn okkar, — þar sem þau eru grafin, vil ég líka liggja. Ég var ökumaður á Suðurlandi, sat síðan tvö ár á höfuðbóli einu, fór þá norður, gjörðist veitingasali í allstóru húsi, sem nú er sýslumannssetur, ferðaðist um og seldi gullstáss og ýmsan varning, síðan settist ég hér að, gerði út og varð svo póstur að lokum um 20 ár. Það starf átti vel við mig, þessi sífelldu ferðalög. í fögru veðri er oft dásamlegt hér á Björgum, ekkert rauf þögn- ina nema fuglinn í klettunum og afréttarærnar í heiðinni með jarmi sínum. En vetrarferðirnar voru oft erfiðar, vegleysa um kirkjugötur og troðningar á bjargbrúninni. Það var ekki eins skemmtilegt í stórhríðunum. Sjónin þoldi eigi hríðarnar, en það sem barg mér síðustu árin var ratvísi Grána míns, og viturleiki hundsins, hans Móra. En elli beygir alla, ég mátti gefa upp ferðimar og setjast hér í helgan stein. Kona mín reyndist mér tryggur förunautur. Hún yfirgaf mig eigi fyrr en hún varð veik og var flutt burtu, síðan hefir hún verið á góðum bæ, eins og þú veizt. Aðalánægja mín er útvarpið með messum sínum og ýms- um fróðleik. Sá, sem er einmana í æsku, verður það í skóla lífsins. Það voru ekki skólarnir í gamla daga né gert mikið fyrir þá munaðarlausu. Mig minnir, að ferm- ingargjöf mín væri að bera rúgmjöls slatta úr kaupstaðn- um. — En var hún annars eigi, frænka mín, fermd í vor suður í Vík?“ Klerkur játaði því. öldungurinn hneppti frá sér vestinu og tók undan skyrtunni af brjósti sér veski, er hékk um háls honum í bandi. — ,,Hér eru hundrað krónur handa henni. Er þetta ekki hundrað króna seðill? Þú færir henni þetta frá mér.“ Vakan var orðin löng. Klerkur kvaddi og hélt til gleð- innar. Þar var allt í fullum gangi. Kl. 6 að morgni var samkomunni slitið, sumir héldu af stað inn í kaupstað, en aðrir gengu til náða á sveitabæjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.