Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 65
PÓSTURINN BLINDI
287
inni fyrir ári síðan. Útför hans var gerð heiðarleg, með
erfi að fornum sið. Allir fundu, að samferðamaður var
þeim horfinn, er þeir höfðu haft af mikil og góð kynni.
Menn tóku nú upp léttara hjal, um fjárskipti, tíðarfar
og minkinn, þessa voða plágu, sem nú stefni vestur heiði,
og ræðu prestsins.
Pósturinn blindi hafði lagt svo fyrir, að engin ræða yrði
flutt, en presturinn hafði það að engu. Honum fannst
hann verða að kveðja gamla vininn sinn. Klerkur hafði
fyrir uppistöðu í ræðu sinni erindi úr ljóðaflokki Þorsteins
Erlingssonar, er voru þessi:
Þó neyðin sé þar vana vofa
og vonlaus eins og banasótt,
þá verður frítt í köldum kofa
við kertaskar um miðja nótt.
Því stjörnuásýnd öllu mærri
leit inn til þessa vöku-manns.
Þær koma fleiri skærri og skærri
og skína kringum bólið hans.
Hann þui’rkar tár af heitum hvörmum
við hverja nýja, sem þar skín,
hann vefði feginn ástarörmum
þær eins og litlu börnin sín.
Hann skoðar þessa björtu bauga,
sem bíða margra lengst í geim
og það svo langt, að ekkert auga
sér enda neinn á geislum þeim.
Pétur Ingjaldsson.