Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 66

Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 66
Hugleiðingar eftir jarðarför. Ég var nýlega við jarðarför, hátíðlega og virðulega. Hljómlistin og samúðarræða prestsins hafði mýkt sorgar- sárin og lyft hugunum til hæða í leit að huggun og trausti í lífi og dauða. Fyrsta versið af sígilda sálminum okkar: „Allt eins og blómstrið eina“ hafði hljómað, presturinn hafði lesið helgi- siðaorðin yfir kistunni og orpið hana moldu, og þá að síðustu hljómaði í kirkjunni seinasta vers sálmsins helga, er endar svona: Dauði ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristi krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þegar þú vilt. Hvað hafði skeð? Það, sem í raun og veru hafði skeð, var, að kveðjuathöfnin í kirkjugarðinum var flutt inn fyrir veggi og vébönd kirkjunnar, og síðasta kveðjustund við jarðneskar leifar ástvinar virtist samkvæmt þessum helgi- sið eiga að vera liðin hjá. Er þetta ekki breyting, þáttaskipti, sem við Reykvík- ingar ættum að taka upp og styðja? Löngu jarðarfarargöngurnar upp í kirkjugarð og bíl- ferðirnar í Fossvogskirkjugarð, frá kirkjum í Reykjavík, ættu að geta farið að hverfa, og eru líka að byrja að líða hjá. Þær ættu að fara að kveðja göngurnar með sínum raunablæ og tómleika og vonleysisstundirnar í kirkjugarð- inum, þax sem meir ríkti myrkur grafarinnar en ljósið og vonin, sem tendraðist í kirkjunni við minningarræðu og bænir prestsins, andlegan sálmasöng og hljómlist.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.