Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 69

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 69
Norrœnt bindindisþing, hið 19. í röðinni, var haldið í Reykjavík síðastliðið sumar. Sóttu það nálægt eitt hundrað fulltrúar frá hinum Norður- löndunum, flestir frá Svíþjóð, og um eitt hundrað og fimmtíu heimamenn. Þingið var sett með hátíðlegri at- höfn í Þjóðleikhúsinu að kvöldi hins 31. júlí, en að öðru leyti voru þingfundir haldnir í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Flutt voru mörg og merkileg erindi af hálfu allra Norðurlandaþjóðanna, um niðurstöður nýjustu áfengis- rannsókna af sænskum vísindamönnum, um þátt ríkisins í áfengislausu samkvæmislífi og um áfengislöggjöfina á Norðurlöndum af norskum fulltrúum, Finnar ræddu um starfsaðferðir bindindissamtakanna, fulltrúi Dana um öl- drykkju og bindindi, og Islendingur um kirkjuna og bind- indishreyfinguna. Um sum erindin urðu all-fjörugar um- ræður. Meðal gestanna voru margir hinna merkustu forvígis- menn bindindismálanna á Norðurlöndum, en einna mesta athygli mun hafa vakið hin aldna bindindishetja Dana og forvígismaður samtaka danskra bindindismanna, Adolph Hansen, sakir áhuga síns, hjartahlýju og sannarlegs bróð- uranda. Þá má nefna hinn virðulega fulltrúa Finna, Rafael Holmström, dr. theol., sem var forseti næsta bindindis- bings á undan, er haldið var í Helsingfors. Fleiri nöfn verða ekki nefnd hér, en þeir, sem þingið sátu, og áttu þess kost að kynnast nokkuð vinum vorum frá frænd- bjóðunum, munu á einu máli um það, að þeir hafi auðg- azt mjög af þeim kynnum og fundið fyrir mannval mikið, er helgað hefir þessu mikilvæga málefni krafta sína.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.