Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 75
PRESTAFÉLAG ÍSLANDS
297
ast að rækja þær, þar sem þeim verður nú við komið, svo
kostgæíilega sem frekast er unnt. Jafnframt beinir fundurinn
því til stjórnar Prestafélagsins, að leggja fyrir næsta aðalfund
tillögur um, hvernig húsvitjunum presta í f jölmennustu kaup-
staðarsöfnuðunum yrði bezt fyrir komið.“
Séra Magnús Már Lárusson prófessor flutti á fundinum er-
indi, sem hann nefndi: „Blað úr sögu siðbótaraldarinnar“. Var
það einkar fróðlegt.
Við morgunbænir síðara fundardaginn flutti séra Kristján
Bjarnason frá Reynivöllum stutta prédikun út af Mark. 13,
33—37.
Eftir hádegi þann dag flutti formaður framsöguerindi um
kirkjumál á Alþingi og lagði fram í nafni Prestafélagsstjórn-
arinnar nokkrar tillögur, sem fóru því næst til allsherjarnefnd-
ar. En hana skipuðu.
Séra Gunnar Ámason, formaður.
Séra Einar Guðnason.
Séra Garðar Svavarsson.
Séra Jakob Jónsson.
Séra Óskar J. Þorláksson.
Eftir talsverðar umræður voru tillögurnar samþykktar í einu
hljóði, eins og þær komu frá nefndinni, eða sem hér segir:
1. „Aðalfundur Prestafélags Islands telur það eignarán, að
prestssetursjarðir séu skertar án samþykkis hlutaðeigandi
prests né biskups, og skorar því á Alþingi að nema úr gildi
lög um heimild til þess að taka eignarnámi og byggja á erfða-
festu hluta af prestssetursjörðum."
2. „Aðalfundur Prestafélags íslands lýsir eindregnu fylgi
við frumvarp Sigurðar Óla Ólafssonar alþingismanns, sem hann
flutti að tilhlutan biskups á síðasta Alþingi, um kirkjubygg-
ingasjóð.
Telur fundurinn æskilegt, að framlag ríkissjóðs árlega sé tvö-
falt hærra en í frumvarpinu segir, sökum mikilla þarfa safn-
aðanna.“
3. „Aðalfundur Prestafélags íslands skorar á kirkjustjórn-
ina að undirbúa löggjöf, er miði að því að koma byggingar-
°g ræktunarmálum prestssetranna í betra horf en verið hefir.“
Yms önnur mál voru rædd og samþykktar í einu hljóði þess-
ar tillögur: